Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Sturla GK 12 Skip tók niðri á grynningum

Ástæða þess að skipið tók niðri var að því var siglt öfugu megin við innsiglingabauju.

Skýrsla 24.10.2024
Siglingasvið

Seglskipið Ópal slitnaði frá í drætti

Nefndin telur að óráðlegt hafi verið að fara af stað í svo litlum veðurglugga sem raun var á. Þá hafi frágangur á dráttartauginni ekki verið nægjanlega góður og því hafi hún slitnað.

 

Nefndin telur ámælisvert að aðgengi að neyðarstýri hafi verið hindrað með setlaug og að stýrisstöng hafi ekki passað á stýrisstammann. Telur nefndin að skoðun á skipinu hvað þetta varðar hafi verið ábótavant.

 

Nefndin bendir á mikilvægi þess að hlúð sé að skipverjum sem hafa lent í hættuástandi og þá sérstaklega þeim skipverjum sem hafa litla reynslu.

 

Nefndin bendir á skyldu dráttarskips að vera með skýr og stöðug samskipti við hið dregna skip.

Skýrsla 15.03.2024
Siglingasvið