Slysa- og atvikaskýrslur Síða 2

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Lalli óskráður skemmtibátur

Banaslys, skemmtibát hvolfir með tveimur um borð

Nefndin telur að meginorsök þess að báturinn sökk hafi verið að utanborðsmótor bátsins var aflmeiri og þyngri en ráðleggingar framleiðanda bátsins mæltu fyrir um.

Nefndin vekur athygli á mikilvægi þess að ávallt séu notuð björgunarvesti þegar siglt er á opnum bátum.

 

Mikilvæg ábending:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til eigenda skemmtibáta að þeir fylgi tækniblöðum um stærð (afl) utanborðsmótora fyrir óskráða skemmtibáta.

Skýrsla 22.07.2023
Siglingasvið

Frosti ÞH 229

Bókun

Skýrsla 22.07.2023
Siglingasvið

23077S036 Þórunn Sveinsdóttir lokað með bókun

Skipverji slasast

Skýrsla 21.07.2023
Siglingasvið

2023-050-S-028 Jökull ÞH 299

Þann 17. júlí 2023 kom upp eldur í Jökli ÞH 299 þar sem skipið var statt um 60 sjómílur NA af Horni. Eldurinn var á vinnsluþilfari og náðu skipverjar að slökkva hann án utanaðkomandi aðstoðar.

Skýrsla 17.07.2023
Siglingasvið

23049S027 Hesteyri 'Is 95

Strandar við Hornbjargsvita

Nefndarálit:

Ástæðu þess að Hesteyrin strandaði má rekja til óvæntra veðuraðstæðna.

Sérstök ábending:

Skipverjar skulu ávallt nota viðurkennd björgunarvesti eða vinnubjörgunarbúning þegar þeir fara á léttbátum í land.

Skýrsla 16.07.2023
Siglingasvið

Bókun 23-056-S-031 AIDAluna sjóatvik

RNSA dregur ekki úr alvarleika þess atviks sem fjallað er um. Vegna skorts á gögnum sem sýna fram á nákvæmlega hvaða samskipti áttu sér stað á stjórnpalli AIDAluna þegar skipið fór úr Reykjavíkurhöfn þann 14. júlí 2023 og stjórntök er ekki hægt að leggja fram nefndarálit.

Hefði atvikið verið tilkynnt RNSA tímanlega hefði verið hægt að tryggja rafræn gögn og framkvæma ítarlega rannsókn.

Skýrsla 14.07.2023
Siglingasvið

Silver Moon

Skipið rakst skipið harkalega á Skarfagarð og skemmdist lítilega

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
T123-056-S-031 Silver Moon 14.07.2023
Siglingasvið

23044S024 Aðalbjörg RE 5

Skipverji slasast

Nefndarálit:

Nefndin telur að óheppileg staðsetning björgunarvesta á þröngu svæði nálægt

snurvoðartógi sem verið var að kasta hafi verið stór orsakaþáttur slyssins.

Sérstök ábending:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeim tilmælum til útgerðar (áhafnar) að finna björgunarvestunum heppilegan stað þar sem ekki geta skapast hætta við að setja þau á sig.

Skýrsla 05.07.2023
Siglingasvið

Sjóatvik milli Silver Moon og Falkvard

Niðurstaða

Skipstjóri Falkvard fór ekki að siglingareglum þegar hann sigldi í veg fyrir Silver Moon.

Mikilvægar ábendingar:

RNSA minnir skipstjórnarmenn á hlustunarskyldu á rás 16 og að eiga góð samskipti sín á milli.

Skýrsla 05.07.2023
Siglingasvið

23040S023 Baldvin Njálsson GK 400

Skipverji slasast

Nefndarálit:

Ástæða slyssins er að færibandið fór af stað á meðan skipverjinn var með höndina á drifhjóli þess.

Tillaga í öryggisátt:

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að þrýstirofar við færibönd séu útbúnir með þeim hætti að þá þurfi að virkja sérstaklega og að slíkt ákvæði verði fært inn í viðeigandi reglugerð.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
023040S023 Baldvin Njálsson GK 400 01.07.2023
Siglingasvið