Leita að skýrslu
Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:
23030S016 Harpa Farþegaskip vélarbilun
Vélarbilun
Nefndarálit:
Ástæða þess að vélar skipsins stöðvuðust var sú að olíuhæð í olíugeymi var orðin lægri en bæði síur og olíudælur ásamt því að loft var í lögnum.
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki) þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.
Skýrsla 03.05.202323026S014 Þristur ÍS 360
Eldsvoði
Nefndarálit:
Samkvæmt niðurstöðu lögreglurannsóknar varð eldur vegna bilunar í rafmagnstöflu í vélarrúmi. Eftir að slökkvilið taldi í tvígang að eldurinn hefði verið slökktur kom upp eldur í öðru rými hinu megin við rafmagnstöfluna, líklega vegna hita og glóðar sem varð að eldi þegar skipið var loftræst.
Tillaga í öryggisátt:
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.
Skýrsla 29.04.2023
Grímsnes GK 555 Eldsvoði, Banaslys.
Niðurstaða rannsóknar. Eldur kviknaði í út frá vettlingaþurrka í stakkageymslu.
Skýrsla 25.04.202323021S011 Wilson Skaw
Lokaskýrsla um strand Wilson Skaw.
Niðurstaða nefndarinnar og tillögur í öryggisátt.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
23021S011T01 Wilson Skaw
23021S011T02 Wilson Skaw
23021S011T03 Wilson Skaw
23021S011T04 Wilson Skaw 18.04.2023
23-021 S 011 Wilson Hook
Strandar í Ólafsvíkurhöfn
Við komu til hafnarinnar voru skipstjóra gefnar rangar upplýsingar um dýpið í
höfninni. Upplýsingarnar voru ekki í samræmi við rafræn sjókort skipsins. Miðað við
djúpristu skipsins hefði átt að láta skipið bíða þar til sjávarstaða hækkaði.
23-020-010 Erling KE 140
Skipverji slasast alvarlega. Nefndin telur að það verklag sem viðhaft var hafi verið áhættusamt og boðið upp á
slysahættu.
23-011-S-008 Pálína Þórunn GK 49
Vélarbilun
Orsök atviksins var að gír bilaði eftir að veiðarfærið fór í skrúfuna
Skýrsla 18.02.2023Nr. 23-012 S 009 Öddi
Skipverji slasast á fingri.
Orsök atviksins má rekja til þess að hinn slasaði gætti ekki nægjanlega vel að sér.
Skýrsla 16.02.2023