Haukur

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 034 15
Staða máls: Lokuð
Farðu í skýrslu 17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Tók niðri og stýri skemmist
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.

Afgreiðsla

Hornafjarðarhöfn bárust tilmæli sem varða þetta mál með framangreindum tillögum.

  1. Af því tilefni skal tekið fram að þegar hefur verið brugðist við tilmælum rannsóknarnefndarinnar.
  2. Dýpismælingar eru gerðar eins reglulega og kostur er, en þó er sá hængur á að veður og sjólag takmarka að hægt sé að halda reglulegri reglu á mælingum yfir árið, en þær eru gerðar eins og kostur er.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 18. ágúst 2017