Fjordvik_Til hafnaryfirvalda
Tillaga í öryggisátt
Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:
- Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
- Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
- Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
- Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
- Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.