Fjordvik_Til skipsstjóra
Tillaga í öryggisátt
Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:
- Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
- Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
Afgreiðsla
Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.