Leita
Sólrún EA 151
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.
Afgreiðsla
Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.
Ronja SH 53
Tillaga í öryggisátt
Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis
Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.
Afgreiðsla
Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.
Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...
Faxi RE 9
Tillaga í öryggisátt
Krani brotnar og skipverji slasast
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að settar verði skýrar reglur um reglulegt eftirlit og álagsprófanir á öllum hífibúnaði fiskiskipa.
Afgreiðsla
Siglingasvið Samgöngustofu er með vinnureglu þar sem hífibúnaður um borð í skipum er sérstaklega skoðaður og yfirfarinn.
Hafey SK 10
Tillaga í öryggisátt
Ásigling og leki
Nefndin leggur til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarðinn.
Afgreiðsla
Niðurstaða hafnaryfirvalda og Vegagerðarinnar var sú að setja upp ljós á þennan garð gæti verið villandi fyrir sjófarendur þar sem þetta er fjarri innsiglingaleiðinni. Auk þess hætta á að þeir sem ekki væru staðkunnugir og skoða ekki sjókort og eru að sigla í myrkri gætu haldið að þarna væri um innsiglingu inn í höfnina að ræða.
Á fundi RNSA 3. apríl 2017 var þetta málefni tekið fyrir og samþykkt, á grundvelli þessa rökstuðnings, að nefndin mundi ekki gera kröfu um að þetta ljós yrði sett upp.
Guðmundur Jónsson
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.
Afgreiðsla
Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Tók niðri og stýri skemmist
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.
Afgreiðsla
Hornafjarðarhöfn bárust tilmæli sem varða þetta mál með framangreindum tillögum.
- Af því tilefni skal tekið fram að þegar hefur verið brugðist við tilmælum rannsóknarnefndarinnar.
- Dýpismælingar eru gerðar eins reglulega og kostur er, en þó er sá hængur á að veður og sjólag takmarka að hægt sé að halda reglulegri reglu á mælingum yfir árið, en þær eru gerðar eins og kostur er.
RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 18. ágúst 2017
Ölduljón RIB
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.
Amma Kibba RIB
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.
Haukur (1)
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til að útgerð skipsins geri skipstjórum skylt að sigla fyrirfram merktar og öruggar siglingaleiðir á þessu svæði til að tryggja öryggi skipa sinna.
Afgreiðsla
Afgreiðsla útgerðar - Lesa hér...
Gottlieb GK 39
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.
Afgreiðsla
Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.