Tillögur í öryggisátt Síða 2

Herkúles GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04915
Staða máls: Lokuð
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að þegar í stað verði gerð úttekt á björgunarbúningum úr Neopren efni með áfestum fingravettlingum þar sem ítrekað hafa komið upp vandamál við að komast í þá.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.

Lesa hér..

Eftirfylgni frá 24. apríl 2018

Lesa hér..

Sólrún

Siglingar
Nr. máls: 071 /16
Staða máls: Lokuð
03.04.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að reglur um viðurkenndan neyðarstöðvunarbúnað verði settar fyrir fiskiskip undir 15 m í lengd í samræmi við reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.

Lesa hér..

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu..

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu hér..

Gísli Mó SH 727

Siglingar
Nr. máls: 090 15
Staða máls: Lokuð
29.04.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur og sekkur

Nefndin leggur til að gerð verði krafa um reykskynjara í alla báta óháð því hvort olíukynding eða eldavél sé í þeim.

Afgreiðsla

Samgöngustofa mun taka þetta mál upp við ráðuneytið og hvetja til þess að krafa um reykskynjara verði sett í reglur nr. 592/1994, með um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum.

Þórsnes II SH 109

Siglingar
Nr. máls: 103 13
Staða máls: Lokuð
14.02.2014

Tillaga í öryggisátt

Strandar á Breiðafirði

Nefndin hvetur til að haldið verði áfram með markvissar sjómælingar í Breiðafirði.

Afgreiðsla

Reiknað er með að byrjað verði að mæla Breiðafjörðin sumarið 2017.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 28. janúar 2017

Brandur

Siglingar
Nr. máls: 124 15
Staða máls: Lokuð
17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur um borð og dregin til hafnar

Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

Nefndin leggur til að Samgöngustofa beiti sér fyrir endurskoðun á reglum, búnaði og/eða skoðunum er varðar rafmagnsmál um borð í minni bátum.

Afgreiðsla

Reglur nr. 592/1994 um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum, er í sífelldri endurskoðun og þá sértaklega atriði er varða rafmagn ein og í þessu tilfelli.

Brúarfoss

Siglingar
Nr. máls: 125 15
Staða máls: Lokuð
03.06.2016

Tillaga í öryggisátt

Skipverji slasast við fall

Nefndin telur nauðsynlegt að skipverjar sem vinna á þilfari kaupskipa á siglingu séu ávallt með björgunarvesti.

Afgreiðsla

Um kaupskip gilda alþjóðlegar reglur þar sem öryggisbelti og líflínur eru ætlaðar skipverjum sem vinna úti á þilfari.

Dröfn RE 35

Siglingar
Nr. máls: 164 13
Staða máls: Lokuð
06.01.2015

Tillaga í öryggisátt

Fær kræklingalínur í skrúfuna

Nefndin telur nauðsynlegt að fyrirtæki sem fá leyfi til sjóeldis sé gert skylt að kaupa tryggingu sem standi straum af kostnaði við að fjarlægja eldisbúnað úr sjó komi til rekstrarstöðvunar

Afgreiðsla

Breyting til framtíðar:

Matvælastofnun hefur ákveðið að gera að fastri reglu í framtíðinni, þ.e. að krefja alla leyfishafa um tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki.  Beðið er reglugerðar frá ráðuneyti með endanlega útfærslu.

Hafsúlan

Siglingar
Nr. máls: 17-015 S 009
Staða máls: Lokuð
09.10.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til að reglur verði settar um reykköfunarbúnað í gömlum farþegaskipum undir 24 metrum að lengd.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Samgöngustofu:

Lesa hér...