Tillögur í öryggisátt Síða 2

23036S019T1

Siglingar
Nr. máls: 2023-036 S 019
Staða máls: Opin
24.04.2024

Tillaga í öryggisátt

Norwegian Cruise Lines is recommended to:

Holistically review the information made available to bridge teams to enable an effective assessment of risk for manoeuvring in ports.

Afgreiðsla

23036S019T2

Siglingar
Nr. máls: 2023-036 S 019
Staða máls: Opin
24.04.2024

Tillaga í öryggisátt

Faxaflóahafnir sf. (the Associated Icelandic Ports) is recommended to:

Update its working procedures so that communication between pilots and captains of pilot boats and tugboats are in English when piloting foreign vessels into, out of or in the harbour areas.

Afgreiðsla

23039S019T3

Siglingar
Nr. máls: 2023-036 S 019
Staða máls: Opin
24.04.2024

Tillaga í öryggisátt

The Ministry of Infrastructure is recommended to:

Strengthen port regulations where piloting is required to ensure the pilot's authority to halt entering or departure of a ships to port if weather condition or other circumstances are such that the safety of a ship, its crew, passengers, or environment may be threatened.

Afgreiðsla

23036S019T4

Siglingar
Nr. máls: 2023-036 S 019
Staða máls: Opin
24.04.2024

Tillaga í öryggisátt

The Ministry of Infrastructure is recommended to:

Ensure that a risk assessment is carried out for ports where cruise ships make port of call to ensure safety.

Afgreiðsla

Jón Hákon

Siglingar
Nr. máls: 2015-119S072
Staða máls: Lokuð
20.02.2017

Tillaga í öryggisátt

Í tilefni af slysi þessu gerir RNSA tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (10) og Innanríkisráðuneytis (2):

Lesa tillögur hér á PDF

Afgreiðsla

Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa afgreitt tillögur RNSA:

Afgreiðsla Samgöngustofu: Lesa hér..

Afgreiðsla ráðuneytis: Lesa hér..

Indriði Kristins

Siglingar
Nr. máls: 20-104 S 070
Staða máls: Opin
17.05.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.

Afgreiðsla

Sólberg

Siglingar
Nr. máls: 19-099 S 062
Staða máls: Lokuð
01.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Þar sem útgerðir og áhafnir skipa þeirra virðast almennt ekki framkvæma áhættumat um borð í skipum sínum auk þess sem ekkert sérstakt eftirlit er með slíku telur nefndin tilefni til að gera eftirfarandi tillögur til Samgöngustofu í öryggisátt:

  1. Gert verði sérstakt kynningarátak fyrir útgerðir um gerð og framkvæmd áhættumats samkvæmt reglugerð.
  2. Að skoðunarstofur verði upplýstar um ákvæði reglugerðar nr. 200/2007.
  3. Að fært verði inn í skoðunarskýrslur upplýsingar um úttektir á framkvæmd áhættumats við árlegar skoðanir á skipum.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu barst með eftirfarandi bréfi dagsett 18. október 2019 við drögum frá 30. ágúst 2019.

 

Lesa afgreiðslu Samgöngustofu hér..

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

  1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
  2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Lokuð
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:

  1. Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
  2. Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
  3. Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
  4. Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
  5. Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Reykjaneshafnar:

Lesa hér..