Leita
Fjordvik_Til skipsstjóra
Tillaga í öryggisátt
Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:
- Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
- Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
Afgreiðsla
Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.
Fjordvik_Til hafnaryfirvalda
Tillaga í öryggisátt
Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:
- Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
- Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
- Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
- Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
- Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.
Hannes Andrésson
Tillaga í öryggisátt
Nefndin telur nauðsynlegt að sett séu inn eftirlitsákvæði um stigabúnað í skoðunarhandbók Samgöngustofu fyrir eftirlitsaðila skipa.
Naustvík
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.
Sólrún
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.
Afgreiðsla
Afgr. 15/1/20.
Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.
Egill
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til að Mannvirkjastofnun geri sérstakar verklagsreglur um aðkomu og framkvæmd slökkviliða á slökkvistörfum við eldsvoða í skipum ásamt faglegu mati á því hvernig til tókst.
Hafsúlan
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til að reglur verði settar um reykköfunarbúnað í gömlum farþegaskipum undir 24 metrum að lengd.
Dröfn RE 35
Tillaga í öryggisátt
Fær kræklingalínur í skrúfuna
Nefndin telur nauðsynlegt að fyrirtæki sem fá leyfi til sjóeldis sé gert skylt að kaupa tryggingu sem standi straum af kostnaði við að fjarlægja eldisbúnað úr sjó komi til rekstrarstöðvunar
Afgreiðsla
Breyting til framtíðar:
Matvælastofnun hefur ákveðið að gera að fastri reglu í framtíðinni, þ.e. að krefja alla leyfishafa um tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki. Beðið er reglugerðar frá ráðuneyti með endanlega útfærslu.
Brúarfoss
Tillaga í öryggisátt
Skipverji slasast við fall
Nefndin telur nauðsynlegt að skipverjar sem vinna á þilfari kaupskipa á siglingu séu ávallt með björgunarvesti.
Afgreiðsla
Um kaupskip gilda alþjóðlegar reglur þar sem öryggisbelti og líflínur eru ætlaðar skipverjum sem vinna úti á þilfari.
Brandur
Tillaga í öryggisátt
Eldur um borð og dregin til hafnar
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa beiti sér fyrir endurskoðun á reglum, búnaði og/eða skoðunum er varðar rafmagnsmál um borð í minni bátum.
Afgreiðsla
Reglur nr. 592/1994 um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum, er í sífelldri endurskoðun og þá sértaklega atriði er varða rafmagn ein og í þessu tilfelli.