Leita
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.
Sólrún
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að reglur um viðurkenndan neyðarstöðvunarbúnað verði settar fyrir fiskiskip undir 15 m í lengd í samræmi við reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa.
Herkúles GK 39
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að þegar í stað verði gerð úttekt á björgunarbúningum úr Neopren efni með áfestum fingravettlingum þar sem ítrekað hafa komið upp vandamál við að komast í þá.
Afgreiðsla
Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.
Eftirfylgni frá 24. apríl 2018
Gottlieb GK 39
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.
Afgreiðsla
Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.
Haukur (1)
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til að útgerð skipsins geri skipstjórum skylt að sigla fyrirfram merktar og öruggar siglingaleiðir á þessu svæði til að tryggja öryggi skipa sinna.
Afgreiðsla
Afgreiðsla útgerðar - Lesa hér...
Amma Kibba RIB
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.
Ölduljón RIB
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Tók niðri og stýri skemmist
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.
Afgreiðsla
Hornafjarðarhöfn bárust tilmæli sem varða þetta mál með framangreindum tillögum.
- Af því tilefni skal tekið fram að þegar hefur verið brugðist við tilmælum rannsóknarnefndarinnar.
- Dýpismælingar eru gerðar eins reglulega og kostur er, en þó er sá hængur á að veður og sjólag takmarka að hægt sé að halda reglulegri reglu á mælingum yfir árið, en þær eru gerðar eins og kostur er.
RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 18. ágúst 2017
Guðmundur Jónsson
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.
Afgreiðsla
Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.