Tillögur í öryggisátt Síða 5

Hafey SK 10

Siglingar
Nr. máls: 023 16
Staða máls: Lokuð
16.09.2016

Tillaga í öryggisátt

Ásigling og leki

Nefndin leggur til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarðinn.

Afgreiðsla

Niðurstaða hafnaryfirvalda og Vegagerðarinnar var sú að setja upp ljós á þennan garð gæti verið villandi fyrir sjófarendur þar sem þetta er fjarri innsiglingaleiðinni.  Auk þess hætta á að þeir sem ekki væru staðkunnugir og skoða ekki sjókort og eru að sigla í myrkri gætu haldið að þarna væri um innsiglingu inn í höfnina að ræða.

Á fundi RNSA 3. apríl 2017 var þetta málefni tekið fyrir og samþykkt, á grundvelli þessa rökstuðnings, að nefndin mundi ekki gera kröfu um að þetta ljós yrði sett upp.

 

Faxi RE 9

Siglingar
Nr. máls: 013 13
Staða máls: Lokuð
13.12.2013

Tillaga í öryggisátt

Krani brotnar og skipverji slasast

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að settar verði skýrar reglur um reglulegt eftirlit og álagsprófanir á öllum hífibúnaði fiskiskipa.

Afgreiðsla

Siglingasvið Samgöngustofu er með vinnureglu þar sem hífibúnaður um borð í skipum er sérstaklega skoðaður og yfirfarinn.

Ronja SH 53

Siglingar
Nr. máls: 002 13
Staða máls: Lokuð
18.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis

Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.

Afgreiðsla

Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.

 

Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...

Sólrún EA 151

Siglingar
Nr. máls: 17-169 S 127
Staða máls: Lokuð
27.04.2018

Tillaga í öryggisátt

Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.

Afgreiðsla

Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.