Tillögur í öryggisátt Síða 3

Gísli Mó SH 727

Siglingar
Nr. máls: 090 15
Staða máls: Lokuð
29.04.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur og sekkur

Nefndin leggur til að gerð verði krafa um reykskynjara í alla báta óháð því hvort olíukynding eða eldavél sé í þeim.

Afgreiðsla

Samgöngustofa mun taka þetta mál upp við ráðuneytið og hvetja til þess að krafa um reykskynjara verði sett í reglur nr. 592/1994, með um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum.

Brandur

Siglingar
Nr. máls: 124 15
Staða máls: Lokuð
17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur um borð og dregin til hafnar

Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

Nefndin leggur til að Samgöngustofa beiti sér fyrir endurskoðun á reglum, búnaði og/eða skoðunum er varðar rafmagnsmál um borð í minni bátum.

Afgreiðsla

Reglur nr. 592/1994 um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum, er í sífelldri endurskoðun og þá sértaklega atriði er varða rafmagn ein og í þessu tilfelli.

Brúarfoss

Siglingar
Nr. máls: 125 15
Staða máls: Lokuð
03.06.2016

Tillaga í öryggisátt

Skipverji slasast við fall

Nefndin telur nauðsynlegt að skipverjar sem vinna á þilfari kaupskipa á siglingu séu ávallt með björgunarvesti.

Afgreiðsla

Um kaupskip gilda alþjóðlegar reglur þar sem öryggisbelti og líflínur eru ætlaðar skipverjum sem vinna úti á þilfari.

Jón Hákon

Siglingar
Nr. máls: 2015-119S072
Staða máls: Lokuð
20.02.2017

Tillaga í öryggisátt

Í tilefni af slysi þessu gerir RNSA tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (10) og Innanríkisráðuneytis (2):

Lesa tillögur hér á PDF

Afgreiðsla

Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa afgreitt tillögur RNSA:

Afgreiðsla Samgöngustofu: Lesa hér..

Afgreiðsla ráðuneytis: Lesa hér..

Herkúles GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04915
Staða máls: Lokuð
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að þegar í stað verði gerð úttekt á björgunarbúningum úr Neopren efni með áfestum fingravettlingum þar sem ítrekað hafa komið upp vandamál við að komast í þá.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.

Lesa hér..

Eftirfylgni frá 24. apríl 2018

Lesa hér..

Hafey SK 10

Siglingar
Nr. máls: 023 16
Staða máls: Lokuð
16.09.2016

Tillaga í öryggisátt

Ásigling og leki

Nefndin leggur til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarðinn.

Afgreiðsla

Niðurstaða hafnaryfirvalda og Vegagerðarinnar var sú að setja upp ljós á þennan garð gæti verið villandi fyrir sjófarendur þar sem þetta er fjarri innsiglingaleiðinni.  Auk þess hætta á að þeir sem ekki væru staðkunnugir og skoða ekki sjókort og eru að sigla í myrkri gætu haldið að þarna væri um innsiglingu inn í höfnina að ræða.

Á fundi RNSA 3. apríl 2017 var þetta málefni tekið fyrir og samþykkt, á grundvelli þessa rökstuðnings, að nefndin mundi ekki gera kröfu um að þetta ljós yrði sett upp.

 

Sólrún

Siglingar
Nr. máls: 071 /16
Staða máls: Lokuð
03.04.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að reglur um viðurkenndan neyðarstöðvunarbúnað verði settar fyrir fiskiskip undir 15 m í lengd í samræmi við reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.

Lesa hér..

Amma Kibba RIB

Siglingar
Nr. máls: 03616
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins frá 24. apríl 2018

Lesa hér...

Ölduljón RIB

Siglingar
Nr. máls: 03516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins frá 24. apríl 2018

Lesa hér..

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu..