Tillögur í öryggisátt Síða 3

Naustvík

Siglingar
Nr. máls: 18-162 S 108
Staða máls: Lokuð
08.04.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins:

Lesa hér:

 

Hannes Andrésson

Siglingar
Nr. máls: 18-191 S 132
Staða máls: Lokuð
30.08.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur nauðsynlegt að sett séu inn eftirlitsákvæði um stigabúnað í skoðunarhandbók Samgöngustofu fyrir eftirlitsaðila skipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu má lesa hér:

 

Lesa afgreiðslu..

Sólberg

Siglingar
Nr. máls: 19-099 S 062
Staða máls: Lokuð
01.11.2019

Tillaga í öryggisátt

Þar sem útgerðir og áhafnir skipa þeirra virðast almennt ekki framkvæma áhættumat um borð í skipum sínum auk þess sem ekkert sérstakt eftirlit er með slíku telur nefndin tilefni til að gera eftirfarandi tillögur til Samgöngustofu í öryggisátt:

  1. Gert verði sérstakt kynningarátak fyrir útgerðir um gerð og framkvæmd áhættumats samkvæmt reglugerð.
  2. Að skoðunarstofur verði upplýstar um ákvæði reglugerðar nr. 200/2007.
  3. Að fært verði inn í skoðunarskýrslur upplýsingar um úttektir á framkvæmd áhættumats við árlegar skoðanir á skipum.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu barst með eftirfarandi bréfi dagsett 18. október 2019 við drögum frá 30. ágúst 2019.

 

Lesa afgreiðslu Samgöngustofu hér..

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu hér..

Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Lokuð
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:

  1. Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
  2. Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
  3. Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
  4. Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
  5. Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Reykjaneshafnar:

Lesa hér..

 

23021S011T01 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Lokuð
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to Wilson Ship Management AS to enforce the International Convention on the Fair Treatment of Seafarers in the wake of incidents like these.

Afgreiðsla

Our onshore contingency manual is updated, and the following tasks is added to the Crewing Representative:

-              Evaluate the crew composition and cultural difference.

-              Evaluate the wellbeing for the crew during and after the incident in according with "Fair Treatment of Seafarers convention.”

 

23021S011T02 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Lokuð
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to Wilson Ship Management AS to ensure the safe management of its vessels through good communication with BRM vessel management.

Afgreiðsla

BRM has received a high focus in our company after this incident, and we have focused a lot on the cultural differences onboard.

-              We hired an external company to lecture Wilson office employes about the cultural differences with focus on culture differences between Europe and the Philippines.

-              Sjøfartsdirektoratet has also been hired to lecture about mental health onboard and potential consequences, and what we can do to minimize the potential risk. 

-              During Officers Conference we had one session with “This is what I told you, Chief” where we discuss the case and situation on Wilson Skaw.

And one 3-hour session with “Leadership and response to failures” with an external company.

-              An Experience transfer was issued after the incident, this also focuses on the work environment, attitude, and communication on the bridge.

-              The Wilson Safe rules was updated with focus on that everyone has the right and obligation to say stop in an unsafe situation.

Gottlieb GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04415
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Guðmundur Jónsson

Siglingar
Nr. máls: 02516
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.