Leita
Herkúles GK 39
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að þegar í stað verði gerð úttekt á björgunarbúningum úr Neopren efni með áfestum fingravettlingum þar sem ítrekað hafa komið upp vandamál við að komast í þá.
Afgreiðsla
Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.
Eftirfylgni frá 24. apríl 2018
Indriði Kristins
Tillaga í öryggisátt
RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.
Afgreiðsla
Samgöngustofa biðst velvirðingar á drætti á viðbrögðum stofnunarinnar við tillögunni i téðri skýrslu.
Stofnunin hefur eða mun bregðast við tillögunni með tvíþbættum hætti.
í fyrsta lagi hefur stofnunin haft samband við tvær bátasmiðjur hér á landi, sem eru starfandi. Samkvæmt upplýsingum frá heim er efnið að finna i flestum bátum sem smíðaðir hafa verið undanfarin ár og má því ætla að það sé tiltölulega útbreytt i íslenskum trefjaplastbátum.
Í öðru lagi mun Samgöngustofa vekja athygli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á úreltum viðmiöum V- 14, 3.1 i smiðareglum báta undir 15 metrum, sbr. reglur um smiði og búnað báta mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994 með árðnum breytingum. Í greininni er miðað við að einangrun í bátum, hvort sem er bruna-, hita- eða hljóðeinangrun, Skuli hafa minnst ildisstuðulinn 21. Samkvæmt IDVI' viðmiði skal efni ekki geta myndað sjálfbæran bruna við 21% hlutfall súrefnis i lofti við 25 gráðu hita á celsius. Þetta viðmið er tiltölulega lágt Sé miðað við vélarúm þar sem hitastig geti auðveldlega farið yfir það við eðlilegar aðstæður. Séu óeðlilegar aðstæður getur hitinn i rýminu vel farið yfir það. Samgöngustofa telur hetta viðmið vera of lágt enda er almennt um 21 % hlutfall súrefnis í andrúmslofti. Þá telur stofnunin eðlilegra að brunaþéttleiki efna Sé sannreyndur með vísan til alþjóðlegra staðla eða viðurkenninga frekar en ildisstuuðuls sem ekki liggi alltaf fyrir um efni sem setja á um borð í skip.
Ástæða þess að Samgöngustofa beinir erindinu að þessu leyti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er að i ráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun reglna nr. 592/1994 með áorðnum breytingum.
Jón Hákon
Tillaga í öryggisátt
Í tilefni af slysi þessu gerir RNSA tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (10) og Innanríkisráðuneytis (2):
Afgreiðsla
Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa afgreitt tillögur RNSA:
Afgreiðsla Samgöngustofu: Lesa hér..
Afgreiðsla ráðuneytis: Lesa hér..
Naustvík
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.
Ronja SH 53
Tillaga í öryggisátt
Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis
Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.
Afgreiðsla
Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.
Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...
Skipverji slasast. Sólborg RE 27
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að komið sé á verklagi sem tryggir að sjómenn sem þangað þurfa að leita á öllum tímum sólarhrings fái tilskylda umönnun.
Afgreiðsla
Sólberg
Tillaga í öryggisátt
Þar sem útgerðir og áhafnir skipa þeirra virðast almennt ekki framkvæma áhættumat um borð í skipum sínum auk þess sem ekkert sérstakt eftirlit er með slíku telur nefndin tilefni til að gera eftirfarandi tillögur til Samgöngustofu í öryggisátt:
- Gert verði sérstakt kynningarátak fyrir útgerðir um gerð og framkvæmd áhættumats samkvæmt reglugerð.
- Að skoðunarstofur verði upplýstar um ákvæði reglugerðar nr. 200/2007.
- Að fært verði inn í skoðunarskýrslur upplýsingar um úttektir á framkvæmd áhættumats við árlegar skoðanir á skipum.
Afgreiðsla
Afgreiðsla Samgöngustofu barst með eftirfarandi bréfi dagsett 18. október 2019 við drögum frá 30. ágúst 2019.
Sólrún
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að reglur um viðurkenndan neyðarstöðvunarbúnað verði settar fyrir fiskiskip undir 15 m í lengd í samræmi við reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa.
Sólrún
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.
Afgreiðsla
Afgr. 15/1/20.
Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.
Sólrún EA 151
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.
Afgreiðsla
Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.