Leita
Indriði Kristins
Tillaga í öryggisátt
RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.
Afgreiðsla
Jón Hákon
Tillaga í öryggisátt
Í tilefni af slysi þessu gerir RNSA tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (10) og Innanríkisráðuneytis (2):
Afgreiðsla
Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa afgreitt tillögur RNSA:
Afgreiðsla Samgöngustofu: Lesa hér..
Afgreiðsla ráðuneytis: Lesa hér..
Naustvík
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.
Ronja SH 53
Tillaga í öryggisátt
Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis
Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.
Afgreiðsla
Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.
Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...
Sólberg
Tillaga í öryggisátt
Þar sem útgerðir og áhafnir skipa þeirra virðast almennt ekki framkvæma áhættumat um borð í skipum sínum auk þess sem ekkert sérstakt eftirlit er með slíku telur nefndin tilefni til að gera eftirfarandi tillögur til Samgöngustofu í öryggisátt:
- Gert verði sérstakt kynningarátak fyrir útgerðir um gerð og framkvæmd áhættumats samkvæmt reglugerð.
- Að skoðunarstofur verði upplýstar um ákvæði reglugerðar nr. 200/2007.
- Að fært verði inn í skoðunarskýrslur upplýsingar um úttektir á framkvæmd áhættumats við árlegar skoðanir á skipum.
Afgreiðsla
Afgreiðsla Samgöngustofu barst með eftirfarandi bréfi dagsett 18. október 2019 við drögum frá 30. ágúst 2019.
Sólrún
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að reglur um viðurkenndan neyðarstöðvunarbúnað verði settar fyrir fiskiskip undir 15 m í lengd í samræmi við reglugerð nr. 122/2004 um öryggi fiskiskipa.
Sólrún
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.
Afgreiðsla
Afgr. 15/1/20.
Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.
Sólrún EA 151
Tillaga í öryggisátt
Í ljósi tíðra eldsvoða í minni bátum sem rekja má til rafmagnsbúnaðar og frágangs hans gerir nefndin eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að Samgöngustofa gerir úttektir á skoðunarstofum varðandi úttektir þeirra á rafmagnshluta skoðanna.
Afgreiðsla
Farsvið Samgöngustofu (skipaeftirlitsdeild) hefur sett af stað sérstakt átaksverkefni þannig að rafmagnshluti minni báta sé undir sérstöku eftirliti og ástand hans standist allar kröfur í skoðunarhandbók. Hér hér bæði átt við reglubundið eftirlit sem og skyndiskoðandir.
T123-056-S-031 Silver Moon
Tillaga í öryggisátt
RNSA beinir því til Faxaflóahafna að setja sér þá verklagsreglu að lendi hafnsögumaður í sjóatviki er gæti virst alvarlegt leiðsegi hann ekki öðru skipi fyrr en atvikið hefur verið yfirfarið.
Afgreiðsla
Tillaga í Öryggisátt til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar
Tillaga í öryggisátt
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.
Afgreiðsla
Frestur til svara 5. júlí 2024