Tillögur í öryggisátt Síða 5

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu

Siglingar
Nr. máls: 2023-055-S-030
Staða máls: Opin
29.08.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að prammar verði færðir inn í íslenska skipaskrá sbr. 11. tl. 1. mgr. 3. gr. skipalaga nr.  66/2021.

Afgreiðsla

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu.

Siglingar
Nr. máls: 22-020 S 016
Staða máls: Opin
03.10.2022

Tillaga í öryggisátt

Tillaga í öryggisátt:
RNSA beinir því til Samgöngustofu að fært sé inn í skoðunarhandbók hvort skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 8.-11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 um
ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum.

Afgreiðsla

Þórsnes II SH 109

Siglingar
Nr. máls: 103 13
Staða máls: Lokuð
14.02.2014

Tillaga í öryggisátt

Strandar á Breiðafirði

Nefndin hvetur til að haldið verði áfram með markvissar sjómælingar í Breiðafirði.

Afgreiðsla

Reiknað er með að byrjað verði að mæla Breiðafjörðin sumarið 2017.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 28. janúar 2017

Ölduljón RIB

Siglingar
Nr. máls: 03516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB bátum, sem notaðir eru í atvinnuskyni, leggur nefndin til við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega. Í því sambandi verði m.a. athugað hvort fjaðrandi sæti geti verið einn liður í því.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins frá 24. apríl 2018

Lesa hér..