Leita
Ronja SH 53
Tillaga í öryggisátt
Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis
Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.
Afgreiðsla
Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.
Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...
Naustvík
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.
Jón Hákon
Tillaga í öryggisátt
Í tilefni af slysi þessu gerir RNSA tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (10) og Innanríkisráðuneytis (2):
Afgreiðsla
Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa afgreitt tillögur RNSA:
Afgreiðsla Samgöngustofu: Lesa hér..
Afgreiðsla ráðuneytis: Lesa hér..
Indriði Kristins
Tillaga í öryggisátt
RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.
Afgreiðsla
Herkúles GK 39
Tillaga í öryggisátt
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að þegar í stað verði gerð úttekt á björgunarbúningum úr Neopren efni með áfestum fingravettlingum þar sem ítrekað hafa komið upp vandamál við að komast í þá.
Afgreiðsla
Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.
Eftirfylgni frá 24. apríl 2018
Haukur (1)
Tillaga í öryggisátt
Nefndin leggur til að útgerð skipsins geri skipstjórum skylt að sigla fyrirfram merktar og öruggar siglingaleiðir á þessu svæði til að tryggja öryggi skipa sinna.
Afgreiðsla
Afgreiðsla útgerðar - Lesa hér...
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Tók niðri og stýri skemmist
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.
Afgreiðsla
Hornafjarðarhöfn bárust tilmæli sem varða þetta mál með framangreindum tillögum.
- Af því tilefni skal tekið fram að þegar hefur verið brugðist við tilmælum rannsóknarnefndarinnar.
- Dýpismælingar eru gerðar eins reglulega og kostur er, en þó er sá hængur á að veður og sjólag takmarka að hægt sé að halda reglulegri reglu á mælingum yfir árið, en þær eru gerðar eins og kostur er.
RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 18. ágúst 2017
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.
Haukur
Tillaga í öryggisátt
Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.
Hannes Andrésson
Tillaga í öryggisátt
Nefndin telur nauðsynlegt að sett séu inn eftirlitsákvæði um stigabúnað í skoðunarhandbók Samgöngustofu fyrir eftirlitsaðila skipa.