Tillögur í öryggisátt Síða 2

Skipverji slasast. Sólborg RE 27

Siglingar
Nr. máls: 2024060S026 Sólborg RE 27
Staða máls: Opin
26.03.2025

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að komið sé á verklagi sem tryggir að sjómenn sem þangað þurfa að leita á öllum tímum sólarhrings fái tilskylda umönnun.

Afgreiðsla

Ronja SH 53

Siglingar
Nr. máls: 002 13
Staða máls: Lokuð
18.10.2013

Tillaga í öryggisátt

Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis

Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.

Afgreiðsla

Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.

 

Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...

Naustvík

Siglingar
Nr. máls: 18-162 S 108
Staða máls: Lokuð
08.04.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til við ráðuneyti samgöngumála að regluverk um smíði, breytingar og eftirlit með trefjaplastbátum verði endurskoðað.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins:

Lesa hér:

 

Jón Hákon

Siglingar
Nr. máls: 2015-119S072
Staða máls: Lokuð
20.02.2017

Tillaga í öryggisátt

Í tilefni af slysi þessu gerir RNSA tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (10) og Innanríkisráðuneytis (2):

Lesa tillögur hér á PDF

Afgreiðsla

Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hafa afgreitt tillögur RNSA:

Afgreiðsla Samgöngustofu: Lesa hér..

Afgreiðsla ráðuneytis: Lesa hér..

Indriði Kristins

Siglingar
Nr. máls: 20-104 S 070
Staða máls: Lokuð
17.05.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.

Afgreiðsla

Samgöngustofa biðst velvirðingar á drætti á viðbrögðum stofnunarinnar við tillögunni i téðri skýrslu.

Stofnunin hefur eða mun bregðast við tillögunni með tvíþbættum hætti.

í fyrsta lagi hefur stofnunin haft samband við tvær bátasmiðjur hér á landi, sem eru starfandi. Samkvæmt upplýsingum frá heim er efnið að finna i flestum bátum sem smíðaðir hafa verið undanfarin ár og má því ætla að það sé tiltölulega útbreytt i íslenskum trefjaplastbátum.

Í öðru lagi mun Samgöngustofa vekja athygli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á úreltum viðmiöum V- 14, 3.1 i smiðareglum báta undir 15 metrum, sbr. reglur um smiði og búnað báta mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994 með árðnum breytingum. Í greininni er miðað við að einangrun í bátum, hvort sem er bruna-, hita- eða hljóðeinangrun, Skuli hafa minnst ildisstuðulinn 21. Samkvæmt IDVI' viðmiði skal efni ekki geta myndað sjálfbæran bruna við 21% hlutfall súrefnis i lofti við 25 gráðu hita á celsius. Þetta viðmið er tiltölulega lágt Sé miðað við vélarúm þar sem hitastig geti auðveldlega farið yfir það við eðlilegar aðstæður. Séu óeðlilegar aðstæður getur hitinn i rýminu vel farið yfir það. Samgöngustofa telur hetta viðmið vera of lágt enda er almennt um 21 % hlutfall súrefnis í andrúmslofti. Þá telur stofnunin eðlilegra að brunaþéttleiki efna Sé sannreyndur með vísan til alþjóðlegra staðla eða viðurkenninga frekar en ildisstuuðuls sem ekki liggi alltaf fyrir um efni sem setja á um borð í skip.

Ástæða þess að Samgöngustofa beinir erindinu að þessu leyti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er að i ráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun reglna nr. 592/1994 með áorðnum breytingum.

Herkúles GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04915
Staða máls: Lokuð
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að þegar í stað verði gerð úttekt á björgunarbúningum úr Neopren efni með áfestum fingravettlingum þar sem ítrekað hafa komið upp vandamál við að komast í þá.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu þann 2. mars 2018.

Lesa hér..

Eftirfylgni frá 24. apríl 2018

Lesa hér..

Haukur (1)

Siglingar
Nr. máls: 03816
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til að útgerð skipsins geri skipstjórum skylt að sigla fyrirfram merktar og öruggar siglingaleiðir á þessu svæði til að tryggja öryggi skipa sinna.

Afgreiðsla

Afgreiðsla útgerðar - Lesa hér...

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 034 15
Staða máls: Lokuð
17.10.2016

Tillaga í öryggisátt

Tók niðri og stýri skemmist
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.

Afgreiðsla

Hornafjarðarhöfn bárust tilmæli sem varða þetta mál með framangreindum tillögum.

  1. Af því tilefni skal tekið fram að þegar hefur verið brugðist við tilmælum rannsóknarnefndarinnar.
  2. Dýpismælingar eru gerðar eins reglulega og kostur er, en þó er sá hængur á að veður og sjólag takmarka að hægt sé að halda reglulegri reglu á mælingum yfir árið, en þær eru gerðar eins og kostur er.

 

RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 18. ágúst 2017

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu..

Haukur

Siglingar
Nr. máls: 07516
Staða máls: Lokuð
18.08.2017

Tillaga í öryggisátt

Í málum sem nefndin hefur haft til rannsóknar í tengslum við farþegaflutninga hefur ítrekað komið fram hjá skipstjórnendum að öryggismönnun sé undir lágmarki þegar hættuástand skapast. Nefndin leggur því til við Samgöngustofu að þegar verði endurskoðaðar forsendur fyrir mönnun farþegaskipa.

Afgreiðsla

Afgreiðsla Samgöngustofu.

 

Lesa afgreiðslu hér..