Tillögur í öryggisátt Síða 3

Hafsúlan

Siglingar
Nr. máls: 17-015 S 009
Staða máls: Lokuð
09.10.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til að reglur verði settar um reykköfunarbúnað í gömlum farþegaskipum undir 24 metrum að lengd.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Samgöngustofu:

Lesa hér...

Hafey SK 10

Siglingar
Nr. máls: 023 16
Staða máls: Lokuð
16.09.2016

Tillaga í öryggisátt

Ásigling og leki

Nefndin leggur til að settur verði viðeigandi ljósviti á varnargarðinn.

Afgreiðsla

Niðurstaða hafnaryfirvalda og Vegagerðarinnar var sú að setja upp ljós á þennan garð gæti verið villandi fyrir sjófarendur þar sem þetta er fjarri innsiglingaleiðinni.  Auk þess hætta á að þeir sem ekki væru staðkunnugir og skoða ekki sjókort og eru að sigla í myrkri gætu haldið að þarna væri um innsiglingu inn í höfnina að ræða.

Á fundi RNSA 3. apríl 2017 var þetta málefni tekið fyrir og samþykkt, á grundvelli þessa rökstuðnings, að nefndin mundi ekki gera kröfu um að þetta ljós yrði sett upp.

 

Guðmundur Jónsson

Siglingar
Nr. máls: 02516
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að settar verði reglur sem skylda sjómenn að nota björgunarvesti við vinnu á opnu þilfari sem og að reglur um búnað til björgunar manna úr sjó nái einnig til skipa undir 15 m.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Gottlieb GK 39

Siglingar
Nr. máls: 04415
Staða máls: Opin
29.05.2017

Tillaga í öryggisátt

Nefndin beinir því til ráðuneytis samgöngumála að tafarlaust verði viðauka II í reglugerð nr. 175/2008, um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á fiskiskipum, varðskipum og öðrum skipum, tekinn til endurskoðunar. Við endurskoðun þessa verði tryggt að eftirlit og viðhald vélbúnaðar skipa verði með fullnægjandi hætti.

Afgreiðsla

Svar frá framkvæmdaraðila hefur ekki borist en tímafrestur til þess var til 28. ágúst 2017.

Gísli Mó SH 727

Siglingar
Nr. máls: 090 15
Staða máls: Lokuð
29.04.2016

Tillaga í öryggisátt

Eldur og sekkur

Nefndin leggur til að gerð verði krafa um reykskynjara í alla báta óháð því hvort olíukynding eða eldavél sé í þeim.

Afgreiðsla

Samgöngustofa mun taka þetta mál upp við ráðuneytið og hvetja til þess að krafa um reykskynjara verði sett í reglur nr. 592/1994, með um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

  1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
  2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Lokuð
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:

  1. Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
  2. Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
  3. Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
  4. Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
  5. Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Reykjaneshafnar:

Lesa hér..

 

Faxi RE 9

Siglingar
Nr. máls: 013 13
Staða máls: Lokuð
13.12.2013

Tillaga í öryggisátt

Krani brotnar og skipverji slasast

Nefndin beinir því til Samgöngustofu að settar verði skýrar reglur um reglulegt eftirlit og álagsprófanir á öllum hífibúnaði fiskiskipa.

Afgreiðsla

Siglingasvið Samgöngustofu er með vinnureglu þar sem hífibúnaður um borð í skipum er sérstaklega skoðaður og yfirfarinn.

Egill

Siglingar
Nr. máls: 17-135 S 103
Staða máls: Lokuð
01.02.2019

Tillaga í öryggisátt

Nefndin leggur til að Mannvirkjastofnun geri sérstakar verklagsreglur um aðkomu og framkvæmd slökkviliða á slökkvistörfum við eldsvoða í skipum ásamt faglegu mati á því hvernig til tókst.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Mannvirkjastofnunar:

Lesa hér...

 

Dröfn RE 35

Siglingar
Nr. máls: 164 13
Staða máls: Lokuð
06.01.2015

Tillaga í öryggisátt

Fær kræklingalínur í skrúfuna

Nefndin telur nauðsynlegt að fyrirtæki sem fá leyfi til sjóeldis sé gert skylt að kaupa tryggingu sem standi straum af kostnaði við að fjarlægja eldisbúnað úr sjó komi til rekstrarstöðvunar

Afgreiðsla

Breyting til framtíðar:

Matvælastofnun hefur ákveðið að gera að fastri reglu í framtíðinni, þ.e. að krefja alla leyfishafa um tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki.  Beðið er reglugerðar frá ráðuneyti með endanlega útfærslu.