Tillögur í öryggisátt Síða 2

23021S011T03 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23-021-S-011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to the Ministry of infrastructure that the Ministry adopt a regulation in accordance with 1. paragraph. 17. article. law nr. 41/2003, in accordance with 3. article law nr. 86/2023

Afgreiðsla

23021S011T04 Wilson Skaw

Siglingar
Nr. máls: 23030S011 Wilson Skaw
Staða máls: Opin
08.03.2024

Tillaga í öryggisátt

SIA-Iceland directs to the Icelandic Transport Authority that the Authority updates the Admiralty e-nautical publications viewer stating where local knowledge is needed and providing information on where guides can be found.

Afgreiðsla

Tillaga í Öryggisátt til Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar

Siglingar
Nr. máls: 23026S014 Þristur ÍS 360
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að stofnunin beini því til slökkviliða í landinu að við skipsbruna verði að hafa langa brunavakt til að koma í veg fyrir að eldur kvikni að nýju.

Afgreiðsla

Frestur til svara 5. júlí 2024

023040S023 Baldvin Njálsson GK 400

Siglingar
Nr. máls: 23040S023
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Samgöngustofu að þrýstirofar við færibönd séu útbúnir með þeim hætti að þá þurfi að virkja sérstaklega og að slíkt ákvæði verði fært inn í viðeigandi reglugerð.

Afgreiðsla

Frestur til 5 ágúst 2023.

23030S016 Harpa RE Farþegaskip

Siglingar
Nr. máls: 23030S016
Staða máls: Opin
05.03.2024

Tillaga í öryggisátt

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Innviðaráðuneytisins að sett verði reglugerð sem kveði á um skip sem stunda farþegaflutninga séu útbúin neyslutanki (daghylki)  þannig staðsettan að eldsneyti sé sjálfrennandi að dælum og síum.

Afgreiðsla

Frestur til svara 5 ágúst 2024.

Tillaga í öryggisátt til Samgöngustofu.

Siglingar
Nr. máls: 22-020 S 016
Staða máls: Opin
03.10.2022

Tillaga í öryggisátt

Tillaga í öryggisátt:
RNSA beinir því til Samgöngustofu að fært sé inn í skoðunarhandbók hvort skip uppfylli þær kröfur sem gerðar eru í 8.-11. gr. reglugerðar nr. 200/2007 um
ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum.

Afgreiðsla

Indriði Kristins

Siglingar
Nr. máls: 20-104 S 070
Staða máls: Lokuð
17.05.2021

Tillaga í öryggisátt

RNSA gerir tillögu í öryggisátt til Samgöngustofu að gerð verði úttekt á umfangi og útbreiðslu á þessari einangrun um borð í vélarúmum á trefjaplastbátum og í framhaldi taki afstöðu til notkunar á þessari einangrun í vélarúmi.

Afgreiðsla

Samgöngustofa biðst velvirðingar á drætti á viðbrögðum stofnunarinnar við tillögunni i téðri skýrslu.

Stofnunin hefur eða mun bregðast við tillögunni með tvíþbættum hætti.

í fyrsta lagi hefur stofnunin haft samband við tvær bátasmiðjur hér á landi, sem eru starfandi. Samkvæmt upplýsingum frá heim er efnið að finna i flestum bátum sem smíðaðir hafa verið undanfarin ár og má því ætla að það sé tiltölulega útbreytt i íslenskum trefjaplastbátum.

Í öðru lagi mun Samgöngustofa vekja athygli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á úreltum viðmiöum V- 14, 3.1 i smiðareglum báta undir 15 metrum, sbr. reglur um smiði og búnað báta mestu lengd allt að 15 metrum, nr. 592/1994 með árðnum breytingum. Í greininni er miðað við að einangrun í bátum, hvort sem er bruna-, hita- eða hljóðeinangrun, Skuli hafa minnst ildisstuðulinn 21. Samkvæmt IDVI' viðmiði skal efni ekki geta myndað sjálfbæran bruna við 21% hlutfall súrefnis i lofti við 25 gráðu hita á celsius. Þetta viðmið er tiltölulega lágt Sé miðað við vélarúm þar sem hitastig geti auðveldlega farið yfir það við eðlilegar aðstæður. Séu óeðlilegar aðstæður getur hitinn i rýminu vel farið yfir það. Samgöngustofa telur hetta viðmið vera of lágt enda er almennt um 21 % hlutfall súrefnis í andrúmslofti. Þá telur stofnunin eðlilegra að brunaþéttleiki efna Sé sannreyndur með vísan til alþjóðlegra staðla eða viðurkenninga frekar en ildisstuuðuls sem ekki liggi alltaf fyrir um efni sem setja á um borð í skip.

Ástæða þess að Samgöngustofa beinir erindinu að þessu leyti til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins er að i ráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun reglna nr. 592/1994 með áorðnum breytingum.

Blíða

Siglingar
Nr. máls: 19-090 S 059
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem ekki hafa verið notaðar réttar upplýsingar um örugga siglingu á þessu svæði þrátt fyrir að þær væru til. Nefndin telur því ástæðu til gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til Samgöngustofu (1) og ráðuneytis samgöngu- og sveitastjórnarmála (2):

  1. Að við reglulega búnaðarskoðun verði skoðað sérstaklega hvort sjókort og siglingaforrit séu lögleg og leiðrétt.
  2. Að sett verði sérstök viðurlög ef slys og/eða önnur atvik sem rekja má til þess að sjókort og siglingaforrit séu ekki lögleg og leiðrétt.

Afgreiðsla

Svör frá framkvæmdaraðilum hafa ekki borist en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til skipsstjóra

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Opin
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til útgerðar/skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs:

  1. Skipstjóri skal undantekningalaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir.
  2. Skipstjóri skal þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun milli hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo að komið sé í veg fyrir misskilning.

Afgreiðsla

Svör hafa ekki borist frá útgerð eða skipstjóra en tímafrestur var til 5. september 2020.

Fjordvik_Til hafnaryfirvalda

Siglingar
Nr. máls: 18-202 S 141
Staða máls: Lokuð
05.06.2020

Tillaga í öryggisátt

Nefndin telur ríka ástæðu til að gera eftirfarandi tillögur í öryggisátt til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn:

  1. Hafnsögumaður skal afla upplýsinga um viðkomandi skip (djúpristu, lengd, breidd og vindfang) ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum.
  2. Hafnsögumaður skal skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn á brúnni með tilliti til veðuraðstæðna.
  3. Hafnsögumaður skal ekki taka yfir siglingu skips eða stjórntæki nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða.
  4. Hafnsögumaður skal, þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og skipstjóra eða annars vakthafandi yfirmanns, sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo að komið sé í veg fyrir misskilning.
  5. Hafnsögumönnum verði skylt að sækja námskeið í mannauðsstjórnun (Bridge Resource Management) líkt og skipstjórum er skylt samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu (STCW) sem Ísland er aðili að.

Afgreiðsla

 

Afgreiðsla Reykjaneshafnar:

Lesa hér..