Leita
Brúarfoss
Tillaga í öryggisátt
Skipverji slasast við fall
Nefndin telur nauðsynlegt að skipverjar sem vinna á þilfari kaupskipa á siglingu séu ávallt með björgunarvesti.
Afgreiðsla
Um kaupskip gilda alþjóðlegar reglur þar sem öryggisbelti og líflínur eru ætlaðar skipverjum sem vinna úti á þilfari.
Gísli Mó SH 727
Tillaga í öryggisátt
Eldur og sekkur
Nefndin leggur til að gerð verði krafa um reykskynjara í alla báta óháð því hvort olíukynding eða eldavél sé í þeim.
Afgreiðsla
Samgöngustofa mun taka þetta mál upp við ráðuneytið og hvetja til þess að krafa um reykskynjara verði sett í reglur nr. 592/1994, með um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum, með síðari breytingum.
Dröfn RE 35
Tillaga í öryggisátt
Fær kræklingalínur í skrúfuna
Nefndin telur nauðsynlegt að fyrirtæki sem fá leyfi til sjóeldis sé gert skylt að kaupa tryggingu sem standi straum af kostnaði við að fjarlægja eldisbúnað úr sjó komi til rekstrarstöðvunar
Afgreiðsla
Breyting til framtíðar:
Matvælastofnun hefur ákveðið að gera að fastri reglu í framtíðinni, þ.e. að krefja alla leyfishafa um tryggingu fyrir kostnaði við að fjarlægja mannvirki. Beðið er reglugerðar frá ráðuneyti með endanlega útfærslu.
Þórsnes II SH 109
Tillaga í öryggisátt
Strandar á Breiðafirði
Nefndin hvetur til að haldið verði áfram með markvissar sjómælingar í Breiðafirði.
Afgreiðsla
Reiknað er með að byrjað verði að mæla Breiðafjörðin sumarið 2017.
RNSA gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu aðila og var málið lokaafgreitt á fundi 28. janúar 2017
Faxi RE 9
Tillaga í öryggisátt
Krani brotnar og skipverji slasast
Nefndin beinir því til Samgöngustofu að settar verði skýrar reglur um reglulegt eftirlit og álagsprófanir á öllum hífibúnaði fiskiskipa.
Afgreiðsla
Siglingasvið Samgöngustofu er með vinnureglu þar sem hífibúnaður um borð í skipum er sérstaklega skoðaður og yfirfarinn.
Ronja SH 53
Tillaga í öryggisátt
Skipverji flækist í veiðarfærum og fer útbyrðis
Nefndin vill beina þeim tilmælum til stjórnvalda að settar verði reglur sem kveða á um að þeir sjómenn sem vinna úti á þilfari séu ávallt búnir björgunarvestum við störf sín.
Afgreiðsla
Samgöngustofa telur ekki rétt að settar verði reglur um að sjómenn skuli alltaf búnir björgunarvestum við störf á þilfari.
Sjá afgreiðslu Samgöngustofu hér...