2025

Leita að ábendingar

Hálka og glerhálka

Umferð
Nr. máls: 2024-001U001
17.01.2025

Hálka og glerhálka

Hálka og glerhálka     
Hálka getur myndast á vegi á nokkra mismunandi máta. Daginn sem slysið varð hafði hitastig verið við frostmark snemma morguns en var komin í 1°C um það leyti sem slysið varð. Einnig mældist mismunandi yfirborðsástand á Grindavíkurveginum milli 10:08 og 10:30 um morguninn meðal annars bleyta en auk þess krapi og snjóþekja. Í tilvikum bleytu getur myndast mikil hálka á vegyfirborði þegar veghiti er undir frostmarki. Ísing sem þessi getur líkst blautum vegi, en myndar spegilsléttan og nærri ósýnilegan þekju á yfirborðinu og því getur verið erfitt fyrir ökumenn að átta sig á aðstæðum. Slíkur ís á vegum er oft kallaður glerhálka eða glæra.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að vera vakandi fyrir hálku og við hvaða aðstæður hún myndast helst. Ökumenn ættu að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Hægt er að finna upplýsingar um færð og veður, veðurviðvaranir og fleiri upplýsingar þess efnis sem og horfa á myndband um ísingu og hálku á heimasíðu Samgöngustofu.

 

Tengill á skýrslu

Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og lyfja

Umferð
Nr. máls: 2023-066U013
10.01.2025

Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og lyfja

Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er alvarlegt vandamál í umferðinni. Í tæplega þriðjungi banaslysa í umferðinni árin 2020 til 2023 voru ökumenn undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og eða áfengis. Eru þá ótalin önnur alvarleg slys í umferðinni af sömu orsökum. Vímuefni hafa áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á alvarlegu slysi aukast.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna.

Tengill á skýrslu

Akstur vinnuvéla undir áhrifum lyfja í lækningalegum skömmtum

Umferð
Nr. máls: 2023-066U013
10.01.2025

Akstur vinnuvéla undir áhrifum lyfja í lækningalegum skömmtum

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til forstöðumanna fyrirtækja og stofnana að skýrt komi fram í stefnu að ökumenn vinnuvéla og annarra ökutækja á þeirra vegum aki ekki undir áhrifum lyfja, sem geta skert aksturshæfni.

Tengill á skýrslu

Öryggisáætlun við framkvæmdir

Umferð
Nr. máls: 2023-071U015
08.01.2025

Öryggisáætlun við framkvæmdir

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur alla veghaldara til að vanda til öryggisáætlana og tengdra umferðaröryggisaðgerða vegna framkvæmda og að tekið sé sérstaklega á vernd umferðar óvarinna vegfarenda gegn umferð ökutækja.

Tengill á skýrslu

Hægri beygja stærri ökutækja við gatnamót

Umferð
Nr. máls: 2023-071U015
08.01.2025

Hægri beygja stærri ökutækja við gatnamót

Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill koma á framfæri við ökumenn stærri ökutækja að huga sérstaklega vel að óvörðum vegfarendum þegar hægri beygja er tekin á gatnamótum. Útsýn úr stærri bifreiðum er oft takmörkuð og rannsóknir sýna einnig sjónræn mistök ökumanna við skimun eftir óvörðum vegfarendum þegar beygt er. Því er sérstök ástæða til þess að huga að hættum við slíkar beygjur.

Tengill á skýrslu

Notkun stefnuljósa (1)

Umferð
Nr. máls: 2023-071U015
08.01.2025

Notkun stefnuljósa

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar mikilvægi réttrar notkunar stefnuljósa. Stefnuljós nýtast öllum vegfarendum óháð ferðamáta og skipta miklu máli hvað öryggi og tillitssemi varðar.

Tengill á skýrslu

Svefn og þreyta (1)

Umferð
Nr. máls: 2023-081U018
22.10.2024

Svefn og þreyta

Ökumaður sem finnur fyrir áhrifum þreytu eða syfju á að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því er brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir annarra ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns.

Tengill á skýrslu

Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna (1)

Umferð
Nr. máls: 2023-072U016
24.09.2024

Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna

Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er alvarlegt vandamál í umferðinni. Í níu af 32 banaslysum í umferðinni árin 2020 til 2023 voru ökumenn undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og eða áfengis. Eru þá ótalin önnur alvarleg slys í umferðinni af sömu orsökum. Vímuefni hafa áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á alvarlegu slysi aukast.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna.

Notkun öryggisbelta (1)

Umferð
Nr. máls: 2023-072U016
24.09.2024

Notkun öryggisbelta

Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að hann hefði getað lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Nefndin brýnir fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir, innan eða utan þéttbýlis. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein af helstu orsökum alvarlegra áverka og banaslysa í umferðinni.

Tengill á skýrslu

Öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóls

Umferð
Nr. máls: 2023-043U037
24.09.2024

Öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóls

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ökumanna og farþega bifhjóla að huga vel að hlífðarbúnaði sínum og yfirfara hann reglulega.

Samkvæmt 1. mgr. 78. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, með síðari breytingum, er öllum sem eru á bifhjóli eða torfærutæki skylt að nota viðurkenndan hlífðarhjálm. Hjálmar gegna mikilvægu hlutverki í slysavörnum. Ýmis annar hlífðarbúnaður er framleiddur fyrir bifhjólaakstur, sem mikilvægt er að kynna sér vel, svo sem slitsterkur hlífðarfatnaður með brynjum, buxur, hanskar og skór

Tengill á skýrslu