Ábendingar

Leita að ábendingar

Veðurskilyrði á flugleið

Flug
Nr. máls: M-02214/AIG-16
06.10.2016

RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna er hyggja á sjónflug að ganga úr skugga fyrir flug um að veður á flugleið þeirra uppfylli kröfur um sjónflugsskilyrði og láta ekki ytri þrýsting eða fyrirhuguð eigin plön hafa áhrif á ákvörðun sína.

Tengill á skýrslu

Veðurupplýsingar við undirbúning flugs

Flug
Nr. máls: M-02214/AIG-16
06.10.2016

RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna er hyggja á sjónflug að kynna sér ítarlega upplýsingar um skýjahuluspá (sem og aðrar flugveðurupplýsingar) sem finna má á vef Veðurstofu Íslands, vedur.is/vedur/flugvedur.

Tengill á skýrslu

Drægni VHF sambands á hálendi Íslands

Flug
Nr. máls: M-02214/AIG-16
06.10.2016

RNSA beinir þeim tilmælum til Isavia að kanna hvort bæta megi úr drægi VHF sambands við flugstjórn yfir á hálendinu. 

Tengill á skýrslu

Kynna sér mörk æfingasvæða

Flug
Nr. máls: M-00713/AIG-06
20.04.2015

Alvarlegt flugumferðaratvik TF-KFB (DA20) og TF-DRO (DynAero) á milli Austursvæðis og Sandskeiðs

RNSA hvetur flugmenn til þess að kynna sér æfingasvæði og halda sig innan þeirra við flugæfingar.

Tengill á skýrslu

Sjónflugsflugvélar í blindflugsaðstæðum

Flug
Nr. máls: M-01314/AIG-10
24.07.2015

Flugslys TF-KAJ (Piper-PA-18) á Flám á Tröllaskaga

RNSA leggur áherslu á að flugmenn, og þá sérstaklega þeir sem hafa mikla blindflugsreynslu, vanmeti ekki þær aðstæður sem geta skapast í sjónflugi á flugvélum sem ekki eru útbúnar til blindflugs.

Tengill á skýrslu

Kynna sér aðstæður áður en lent er utan flugvalla

Flug
Nr. máls: M-01112/AIG-19
11.09.2014

Flugslys TF-140 (Skyranger) við Kirkjubæjarklaustur

RNSA beinir því til fisflugmanna að kynna sér aðstæður til lendinga ef lenda skal utan flugvalla.

Tengill á skýrslu

Fá leyfi landeigenda fyrir að lenda

Flug
Nr. máls: M-01112/AIG-19
11.09.2014

Flugslys TF-140 (Skyranger) við Kirkjubæjarklaustur

RNSA beinir því til fisflugmanna að fá samþykki landeigenda til lendingar ef lenda skal utan flugvalla.

Tengill á skýrslu

Þyngdar- og vægisútreikningar

Flug
Nr. máls: M-01311/AIG-10
12.07.2013

Flugslys TF-JPP (Cessna 172) á Garðsaukabraut við Hvolsvöll

Framkvæma þyngdar- og vægisútreikninga fyrir hvert flug, sérstaklega ef verið er að breyta hleðslu á milli fluga

Tengill á skýrslu

Strekkja sætisólar

Flug
Nr. máls: M-01311/AIG-10
12.07.2013

Flugslys TF-JPP (Cessna 172) á Garðsaukabraut við Hvolsvöll

Strekkja ávallt sætisólar eftir að þær hafa verið spenntar.

Tengill á skýrslu

Hvíld fyrir flug

Flug
Nr. máls: 2016-021F010
22.06.2017

RNSA hvetur flugmenn til þess að huga að hvíld fyrir flug.

Tengill á skýrslu