2019 Síða 3

Leita að ábendingar

Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.

Umferð
Nr. máls: 2022-052U010
12.12.2023

Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er alvarlegt vandamál í umferðinni. Af sextán banaslysum í umferðinni árin 2020 og 2021 voru ökumenn í fimm slysum undir áhrifum ólöglegra fíkniefna eða áfengis. Vímuefni hafa áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á alvarlegu slysi aukast.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna.

Tengill á skýrslu

Of hraður akstur.

Umferð
Nr. máls: 2022-052U010
12.12.2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.

Tengill á skýrslu

Akstur undir áhrifum áfengis

Umferð
Nr. máls: 2022-049-U009
06.12.2023

Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun á umhverfið. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun er meiri, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast. Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki bifreið undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.

Tengill á skýrslu

Of hraður akstur

Umferð
Nr. máls: 2022-049-U009
06.12.2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.

Tengill á skýrslu

Skylda atvinnurekenda, öryggi á vinnustöðum.

Umferð
Nr. máls: 2022-008U001
28.11.2023

Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað er öflugt verkfæri til þess að auka öryggi á vinnustöðum. Mikilvægt er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir að yfirfara öryggismál með markvissum hætti og gera áhættumat sem tekur tillit til samgangna sem tengjast starfseminni eða eru í umhverfi starfseminnar og geta valdið hættu. Öllum stjórnendum vinnustaða ber skylda að sjá til þess að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, án tillits til stærðar hans. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna upplýsingar um hvernig hægt er að bera sig að við slíka vinnu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur alla stjórnendur vinnustaða til þess að vinna öryggis- og heilbrigðisáætlun og yfirfara öryggismál sín reglulega og taka þar tillit til samgangna og samgöngutækja.

Skýrsla

Svefn og þreyta

Umferð
Nr. máls: 2022-043U006
24.11.2023

Ökumaður sem finnur fyrir áhrifum þreytu eða syfju á að taka sér hvíld eða hætta akstri. Rannsóknir Rannsóknarnefndar samgönguslysa hafa sýnt að svefn og þreyta eru meðal helstu orsaka banaslysa í umferðinni. Því er brýnt að ökumenn forðist að aka þreyttir. Margar rannsóknir hafa sýnt að þreyta skerðir aksturshæfni sem og að hætta er á að þreyttur ökumaður dotti eða jafnvel sofni undir stýri. Eins ættu allir að vera á verði og gera athugasemdir við ferðaáætlanir vina og ættingja ef sýnt er að þær geri ekki ráð fyrir nægjanlegri hvíld ökumanns.

Tengill á skýrslu

Hámarkshraði og vegakerfið

Umferð
Nr. máls: 2022-043U006
24.11.2023

Í áherslum Umferðaröryggisáætlunar 2020 til 2034 er m.a. komið inn á lækkun á leyfilegum hámarkshraða á þjóðvegum svo unnt sé að ná markmiðum stjórnvalda um fækkun slysa. Reglur um hámarkshraða á vegum á Íslandi taka ekki tillit til vegflokka eða vegtegunda heldur tegunda slitlags og þéttbýlismarka en XVI. kafli umferðarlaga gefur veghöldurum tækifæri til aðlögunar hámarkshraða. Í umferðaröryggisáætluninni er einnig lögð áhersla á að vegir, og umhverfi þeirra, verði gerðir öruggari þannig að mannleg mistök í umferðinni leiði síður til alvarlegra slysa. Samanburður á hámarkshraða utan þéttbýlis á Norðurlöndum sýnir að Ísland sker sig úr með hærri mörk hvað þetta varðar. Rannsóknir á tíðni slysa þar sem rifflur eru á vegum hafa sýnt jákvæðar niðurstöður um fækkun slysa og að aðgreining á akstursstefnum er einnig mikilvæg framkvæmd til að bæta umferðaröryggi þjóðvega án aðgreiningar með mikilli umferð í báðar áttir.

Tengill á skýrslu

Hraðakstur

Umferð
Nr. máls: 2021-112U015
20.09.2023

Hraðakstur

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur er ein af algengustu orsökum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn virði lögboðinn hámarkshraða og hagi akstri eftir aðstæðum hverju sinni.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Framúrakstur

Umferð
Nr. máls: 2021-112U015
20.09.2023

Framúrakstur

Rannsóknarnefnd samgönguslysa áréttar hversu brýnt er fyrir ökumenn að sýna fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Bendir nefndin á að í 23. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er kveðið á um að ökumaður, sem ætlar fram úr ökutæki, skuli ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu, að akrein sú sem nota á til framúraksturs sé án umferðar á móti á nægilega löngum kafla og að ekki sé annað er hindri framúrakstur. Hægt er að lesa sér til og horfa á myndbönd um framúrakstur á heimasíðu Samgöngustofu.[1]

Nefndin hefur á síðastliðnum 10 árum rannsakað sjö banaslys sem orðið hafa við framúrakstur. Þá eru ótalin þau umferðarslys þar sem vegfarendur hafa slasast alvarlega.

 

[1] https://youtu.be/xV4ixomMYXc

Tengill á skýrslu

Hálka

Umferð
Nr. máls: 2021-112U015
20.09.2023

Hálka

Hálka getur myndast á vegi á nokkra mismunandi vegu. Daginn sem slysið varð hafði verið frostlaust fram eftir degi en hiti lækkaði þegar leið á daginn. Fyrr um daginn hafði yfirborð vegarins verið blautt og því sennilegt að það hafi tekið að frjósa þegar lofthiti náði frostmarki. Þá getur myndast hálka á vegyfirborði vegna þunns íslags sem oft líkist blautum vegi.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar, nú sem fyrr, mikilvægi þess að ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum og kynni sér veðurspár og færð áður en haldið er af stað. RNSA hvetur einnig ökumenn til þess að vera vakandi fyrir hálku og kynni sér við hvaða aðstæður hún myndast helst. Hægt er að lesa sér til um hálku á heimasíðu Samgöngustofu[1] og horfa á myndband um ísingu og hálku[2].

 

[1] https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/bifreidar-og-almenn-fraedsla/ising-og-halka

[2] Myndband um ísingu og hálku

 

 

Tengill á skýrslu