Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019
Í þessu slysi gáfu læsingar fyrir aftursætisbök sig þegar þungur farangur í farangursrými kastaðist fram á bökin og sætisbak farþegasætis fram í bognaði fram. Sennilegt er að áverkar farþegans hefðu ekki orðið jafn alvarlegir og raunin varð ef sætisbakið hefði ekki bognað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður rannsakað umferðarslys þar sem þungur farangur olli skaða og bendir nefndin á þá hættu sem stafað getur af þungum farangri í farangursrými fólksbifreiða. Ef til áreksturs kemur getur farangurinn kastast fram af miklu afli og valdið ökumönnum og farþegum skaða. Mikilvægt er að nota búnað til að binda niður farangur — bönd eða net sem eru sérhönnuð fyrir farangursrými fólksbifreiða.