Nr. máls: 2018-003U001
13.11.2019
Notkun slævandi lyfja og akstur
Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki eða vinna störf sem þarfnast fullrar einbeitingar. Læknar verða að upplýsa sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu. Jafnframt er mikilvægt að einstaklingar hafi sjálfir í huga þessar verkanir eða aukaverkanir lyfja. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Mikilvægt er að lesa fygliseðil lyfja vel, og ef þörf er á getur verið gott að nálgast frekari upplýsingar hjá læki eða lyfjafræðingi.