Ingjaldssandsvegur

Umferð
Nr. máls: 2019-093U009
01.06.2020

Möguleikar Tetra kerfisins og skuggasvæði

Fjarskiptasjóður stóð fyrir þjóðvegaátaki fyrir um áratug þar sem byggður var fjöldi sendastaða nærri vegum. Einnig hefur Neyðarlínan, að hluta í samstarfi við fjarskiptasjóð, byggt upp marga nýja staði. Víðast hvar á þjóðvegum, stofnvegum og tengivegum,  er því farsímasamband og hægt að hringja í 112 og á sömu stöðum er Tetra samband fyrir viðbragðsaðila.

Þó eru enn víða staðir, svokölluð skuggasvæði, sérstaklega á svæðum þar sem fáir fara um þar sem ekkert símasamband er og örðugt er vegna mikils kostnaðar og tæknilegra erfiðleika að koma á sambandi.

Tetra tæknin er þó þannig að flestar bílstöðvar eru með innbyggða gátt sem framlengt getur þjónustusvæðið. Þannig geta t.d. viðbragðsaðilar og aðrir sem nýta þessa tækni dekkað takmarkað svæði tímabundið meðan unnið er á skuggasvæðum.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur aðila sem mögulega geta nýtt sér þessa tækni til þess að kynna sér þá möguleika sem Tetra kerfið bíður upp á og halda starfsfólki þjálfuðu og upplýstu. Nefndin hvetur einnig fjarskiptafyrirtæki og fjarskiptasjóð til þess að halda áfram uppbyggingu á fjarskiptakerfi landsins og reyna eins og mögulegt er að fylla upp í göt sem finna má víða á landinu.

Þar sem slysið átti sér stað var símasamband lélegt. Ávallt er hætta á að upp geti komið aðstæður þar sem kalla þarf á aðstoð og leggur nefndin til að fyrirtæki og stofnanir hafi að lágmarki tvo starfsmenn saman við þær aðstæður.