Nr. máls: 2019-152U019
26.10.2020
Notkun öryggisbelta
Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar í þessu slysi voru sennilega ekki spenntir í öryggisbelti. Þeir köstuðust báðir út úr bifreiðinni í veltunni, slösuðust lífshættulega og annar þeirra lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. RNSA telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt bílbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri leiðir. Vanhöld á bílbeltanotkun eru ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni.