Snæfellsnesvegur við Gröf (2)

Umferð
Nr. máls: 2019-152U019
26.10.2020

Gaumljós fyrir beltanotkun

Í bifreiðinni var gaumljós fyrir beltanotkun ökumanns og farþega. Í öllum beltalásum er rofi sem skynjar hvort belti sé spennt eða ekki. Í farþegasæti fram í er skynjari sem nemur hvort í sætinu sé farþegi en slíkir skynjarar eru yfirleitt ekki til staðar fyrir aftursæti. Hins vegar eru ljós í mælaborði sem sýna hvaða belti í aftursæti eru spennt. Í bifreiðinni sem hér um ræðir eru ljósin lítið áberandi í mælaborðinu milli sætanna. Framleiðendur bifreiða hafa sitt hvorn háttinn á hvernig þessi búnaður er hannaður, en gaumljós getur reynst ökumanni gott hjálpartæki til þess að fylgjast með hvort farþegar séu spenntir í öryggisbelti. Hvetur nefndin ökumenn og eigendur fólksbifreiða til þess að kynna sér hvernig þessi búnaður virkar ef hann er fyrir hendi í þeim bifreiðum sem sérhver hefur til umráða.

 

 

Skýrsla