Nr. máls: 2020-069U006
29.06.2021
Frágangur farms
Brýnt er að ökumenn sýni ýtrustu aðgæslu við hleðslu og frágang farms til að forða alvarlegum slysum. Í reglugerð nr. 671/2008 um hleðslu, frágang og merkingu farms segir að skorða skuli tryggilega farm og festa við ökutækið þannig að ekki sé hætta á að hann hreyfist eða losni, hvort sem er í kyrrstöðu eða í akstri. Einnig segir að farmrými sem eru afmörkuð með skjólborðum, hurðum eða sambærilegu skuli vera tryggilega lokuð á meðan á akstri stendur. Sturtupallar og önnur farmrými sem skipta má um skulu tryggilega fest við ökutæki. Gámurinn var ekki tryggilega festur, og lokið var heldur ekki tryggilega fest.