Nr. máls: 2020-080U012
28.06.2021
Of hraður akstur
Hraðakstur er ein algengasta orsök banaslysa í umferðinni undanfarin ár og hefur nefndin ítrekað fjallað um þá hættu sem skapast af því að aka of hratt. Eftir því sem hraðinn er meiri minnka möguleikar ökumanna á að bregðast við þeim hættum sem geta skapast á vegum úti og líkur á alvarlegum áverkum í slysum aukast. Ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn virði ávallt lögboðinn hámarkshraða og aki hægar ef akstursaðstæður eru ekki góðar.