Nr. máls: 2021-011U014
14.11.2022
Dreifing ljósgeisla í bleytu og myrkri
Nauðsynlegt er að allir vegfarendur geri sér grein fyrir áhrifum myrkurs og bleytu á sýn ökumanna. Erfiðara verður að greina umhverfi sitt sökum þess að ljósgeislar dreifast á annan hátt en þegar þurrt er. Ökumenn verða fyrir auknu áreiti, meðal annars af völdum endurkasts frá t.d. aðalljósum bifreiða og götulýsingu. Þessi skilyrði geta valdið því að ökumenn beina athyglinni fyrst og fremst fram fyrir sig og dregið þannig úr líkum á að sjá með jaðarsviðinu. Þá verður erfiðara að sjá bifreið eða gangandi vegfaranda nálgast frá hlið.