Varúðarskylda gangandi vegfarenda

Umferð
Nr. máls: 2021-011U014
14.11.2022

Gengið yfir gönguþverun

Samkvæmt umferðalögum á gangandi vegfarandi sem ætlar yfir akbraut eða hjólastíg að hafa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum sem nálgast. Í umferðarfræðslu Samgöngustofu kemur einnig fram að mikilvægt sé ávallt að stoppa, hlusta og líta til beggja hliða áður en gengið er yfir akbraut. Gangandi vegfarendur ættu ávallt að bera skýr endurskinsmerki við göngu í myrkri þar sem þau auka sýnileika og gefa ökumönnum aukna möguleika á að bregðast tímanlega við.

Tengill á skýrslu