Virk öryggiskerfi

Umferð
Nr. máls: 2021-005U002
07.06.2022

Stöðugleikakerfi og annar öryggisbúnaður

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar tillögu sem birtist í skýrslu nefndarinnar um banaslys sem varð á Suðurlandsvegi í Eldhrauni 23. apríl 2012 þar sem bifreiðakaupendur voru hvattir til að velja bifreiðar með stöðugleikabúnað. Allmargar rannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi slíks búnaðar í bifreiðum sem benda til að öryggisávinningur hans sé verulegur. Stöðugleikabúnaður vinnur þannig að þegar bifreið fer að skríða til á vegi þá grípur búnaðurinn sjálfvirkt inn í með því að hemla á því hjóli/hjólum sem geta afstýrt því að ökutækið haldi áfram að skrika til og verði stjórnlaust. Búnaðurinn vinnur án þess að ökumaðurinn þurfi að bregðast sérstaklega við. Rannsóknir benda til þess að hann minnki umtalsvert líkurnar á að ökumaðurinn missi alfarið stjórn á bifreiðinni og að banaslysum vegna útafaksturs og velta megi fækka um 30 til 64% með stöðugleikabúnaði.

Akreinavari varar ökumann við ef bifreiðin fer út fyrir akreinar eða yfir heilar línur. Búnaðurinn  varar því ökumann við ef hann virðist missa athygli við aksturinn. Rannsóknir benda til þess að akreinarvarar geti fækkað alvarlegum umferðarslysum2. Þegar ökumaður er þreyttur eða ekki með fulla athygli við aksturinn getur þetta skipt miklu máli og forðað slysum. Þessi búnaður er eins og flest annað takmörkunum háður, eins og þegar snjór og krapi er á vegi. Þrátt fyrir takmarkanir á virkni þessa búnaðar við vissar aðstæður hjálpar hann ökumanni að halda athygli við aksturinn.  

Tengill á skýrslu