Slysahætta og öryggisbúnaður við akstur rafhlaupahjóla

Umferð
Nr. máls: 2021-115U015
22.06.2023

Öryggisbúnaði notenda rafhlaupahjóla er í flestum tilfellum áfátt en lokaður hjálmur, úlnliðs-, hné- og olnbogahlífar sem og brynja eru búnaður sem sennilega draga úr meiðslum ef óhapp verður. Samkvæmt 1. mgr. 79. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 með síðari breytingum skal barn yngra en 16 ára nota reiðhjólahjálm við hjólreiðar. Í áðurnefndri rannsókn bráðamóttökunnar á afleiðingum slysa sem tengdust rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 2020 notuðu 79% barna hjálm og 17% fullorðinna einstaklinga. Í lögum er gert ráð fyrir að mestur hraði rafhlaupahjóla sé 25 km/klst en reynslan sýnir að auðvelt er fyrir eigendur slíkra hjóla að breyta hámarkshraða þeirra, sumum í allt að 70 km/klst.

Tengill á skýrslu