2024 Síða 7

Leita að ábendingar

Suðurlandsvegur Stigá

Umferð
Nr. máls: 2020-080U012
28.06.2021

Of hraður akstur

Hraðakstur er ein algengasta orsök banaslysa í umferðinni undanfarin ár og hefur nefndin ítrekað fjallað um þá hættu sem skapast af því að aka of hratt. Eftir því sem hraðinn er meiri minnka möguleikar ökumanna á að bregðast við þeim hættum sem geta skapast á vegum úti og líkur á alvarlegum áverkum í slysum aukast. Ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn virði ávallt lögboðinn hámarkshraða og aki hægar ef akstursaðstæður eru ekki góðar.

Tengill á skýrslu

Viðvörunarmerki

Umferð
Nr. máls: 2020-072U009
05.05.2021

Viðvörunarmerki boða hættu. Aðgæsla ökumanna vegna viðhalds vega

RNSA beinir því til vegfarenda að sýna aðgæslu og aka hægar þar sem verið er að vinna við vegi. Við vegaframkvæmdir getur skapast ófyrirséð hætta og nauðsynlegt er að gæta sérstaklega að merkingum og viðvörunum fyrir vegfarendur. Sérstakar gætur þarf að hafa gagnvart nýlögðu malbiki. Nýlagt malbik er að öllu jöfnu hálla en malbik sem hefur orðið fyrir veðrun og þar sem umferð hefur verið á vegi í nokkurn tíma. Þetta á sérstaklega við á blautu yfirborði nýlagðs malbiks. Ökuhraði hefur mikil áhrif á umferðaröryggi. Eftir því sem ökuhraðinn er meiri aukast líkur á slysum og alvarlegum afleiðingum. Erfiðara verður fyrir ökumenn að bregðast við óvæntum aðstæðum og forðast hættur.

Rannsókn málsins leiddi í ljós að margir vegfarendur veittu viðvörunarskiltum við vegkaflann ekki eftirtekt. Mikilvægt er að upplýsingagjöf sem þessi skili sér til ökumanna. Vegagerðin hefur kynnt að merkingar verði auknar verulega, fleiri merki og stærri og að ný umferðarmerki verði tekin í notkun ökumönnum til viðvörunar, m.a. um aukna hættu á hálu yfirborði vegar í rigningu.

 

Tengill á skýrslu Skýrsla

Öryggismál og framkvæmdir

Umferð
Nr. máls: 2020-072U009
05.05.2021

Framkvæmdir á og við vegi

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til allra aðila sem koma að framkvæmdum við vegi og á vegum að hafa umferðaröryggi að leiðarljósi. Öllum slíkum framkvæmdum fylgir áhætta og  er það mikilvægt að bregðast hratt og örugglega við hvers konar hættulegum aðstæðum eins og þetta slys sannar.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Hjólbarðar

Umferð
Nr. máls: 2020-072U009
05.05.2021

Hjólbarðar bifhjóla

Rannsókn málsins leiddi í ljós að hjólbarðar tveggja bifhjóla í slysinu voru orðnir slitnir. Mynstursdýpt framhjólbarða annars hjólsins og afturhjólbarða hins var við lágmark þess sem krafist er í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004 með síðari breytingum. Hjólbarðar gegna mikilvægu hlutverki og þurfa að uppfylla kröfur, sem kveðið er á um í lögum og reglum, sem og fylgja þarf leiðbeiningum framleiðenda. Gæði hjólbarða og ástand skipta miklu máli um aksturseiginleika ökutækja. Kraftar myndast á snertifleti hjólbarða við veg þegar hraði er aukinn, þegar hemlað er og þegar ökutækjum er ekið í beygjum. Þessa krafta þarf vegviðnámið að yfirvinna. Lélegir hjólbarðar geta valdið því að ökutæki verður óstöðugt á vegi og auknar líkur verða á að ökumaður missi stjórn á því þegar vegviðnámið er takmarkað. Grip hjólbarða minnkar eftir því sem slit hjólbarðanna er meira. Minna grip hjólbarða leiðir af sér lengri hemlunarvegalengd og eykur líkur á að ökumaður missi stjórn. Rannsóknarnefndin bendir eigendum bifhjóla á að fylgjast vel með ástandi hjólbarða og skipta þeim út þegar þeir eru orðnir slitnir. 

Tengill á skýrslu Skýrsla

Hraðakstur og áfengi

Umferð
Nr. máls: 2020-075U011
05.05.2021

Of hraður akstur og akstur undir áhrifum áfengis

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.

Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Öryggisbelti

Umferð
Nr. máls: 2020-075U011
05.05.2021

Notkun öryggisbelta

Ökumaðurinn sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti. Kastaðist hann út úr bifreiðinni í veltunni og hlaut banvæna áverka. RNSA telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri leiðir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Reykjanesbraut við Álverið

Umferð
Nr. máls: 2020-001U001
18.03.2021

Akstur undir áhrifum áfengis

Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast.

 Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Reykjanesbraut við Álverið (1)

Umferð
Nr. máls: 2020-001U001
18.03.2021

Hjólbarðar

Bifreiðar sem eru ekki með samskonar hjólbarða á báðum ásum geta verið óstöðugar í akstri þegar grip er lítið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til eigenda ökutækja að huga reglulega að ástandi hjólbarðanna.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Reykjanesbraut við Álverið (2)

Umferð
Nr. máls: 2020-001U001
18.03.2021

Skoðun ökutækja

Niðurstaða bíltæknirannsóknar sýndi að hjólbarðar fólksbifreiðarinnar voru ekki eins á báðum ásum. Bifreiðin var tekin til aðalskoðunar rúmlega mánuði fyrir slysið og ekki gerðar athugasemdir við dekkjabúnað þá. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort sömu hjólbarðar hafi verið á bifreiðinni þegar hún var skoðuð.

RNSA ítrekar nauðsyn þess að mikilvægur búnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni og athugasemdir gerðar standist hann ekki kröfur skoðunarhandbókar ökutækja.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Reykjanesbraut við Álverið (3)

Umferð
Nr. máls: 2020-001U001
18.03.2021

Tæki til hreinsunar vega

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til veghaldara og rekstraraðila tækja að gæta þess að skrá snjómokstursbúnað á ökutæki og að hann sé í viðunandi ástandi.

Tengill á skýrslu Skýrsla