Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og lyfja

Umferð
Nr. máls: 2023-066U013
10.01.2025

Akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og lyfja

Akstur undir áhrifum áfengis, vímuefna og lyfja er alvarlegt vandamál í umferðinni. Í tæplega þriðjungi banaslysa í umferðinni árin 2020 til 2023 voru ökumenn undir áhrifum ólöglegra fíkniefna og eða áfengis. Eru þá ótalin önnur alvarleg slys í umferðinni af sömu orsökum. Vímuefni hafa áhrif á dómgreind ökumanna og skynjun þeirra á umhverfið. Viðbragð, hreyfistjórnun og rökvísi skerðast og líkur á alvarlegu slysi aukast.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum fíkniefna og sljóvgandi lyfja. Nauðsynlegt er að koma þeim skilaboðum á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir neyslu slíkra efna.

Tengill á skýrslu