Blind svæði ökumanna

Umferð
Nr. máls: 2022-058U011
12.04.2024

Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill koma þeirri ábendingu til ökumanna hversu mikilvægt það er að vera meðvitaðir um möguleg blind svæði umhverfis þau ökutæki sem þeir stjórna hverju sinni og nauðsyn þess að sjá inn á slík svæði. Slík svæði, þar sem ökumenn sjá ekki til, eru mismunandi eftir gerð og stærð ökutækja og til dæmis eru svæðin stærri umhverfis löng ökutæki en umhverfis fólksbíla eða minni sendibíla. Einnig getur hönnun og staðsetning A-pósta bifreiða, eins og fram kemur í þessari skýrslu, haft áhrif á stærð blinda svæðis ökumanna.

Tengill á skýrslu