Nr. máls: 2023-071U015
08.01.2025
Hægri beygja stærri ökutækja við gatnamót
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill koma á framfæri við ökumenn stærri ökutækja að huga sérstaklega vel að óvörðum vegfarendum þegar hægri beygja er tekin á gatnamótum. Útsýn úr stærri bifreiðum er oft takmörkuð og rannsóknir sýna einnig sjónræn mistök ökumanna við skimun eftir óvörðum vegfarendum þegar beygt er. Því er sérstök ástæða til þess að huga að hættum við slíkar beygjur.