Notkun snjalltækja við akstur

Umferð
Nr. máls: 2023-046U008
13.05.2024

Notkun snjalltækja við akstur

RNSA brýnir fyrir ökumönnum að nota ekki snjalltæki, án handfrjáls búnaðar, meðan á akstri stendur.

Í 57. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, kemur fram að stjórnanda ökutækis sé við akstur óheimilt að nota farsíma, snjalltæki eða önnur raftæki sem truflað geta aksturinn, án handfrjáls búnaðar. Ökumenn þurfa að vera búnir að stilla öll slík tæki áður en aksturinn hefst. Ef endurstilla þarf eitthvert af þessum tækjum, eins og leiðsögutæki, þarf ökumaður að stöðva á öruggum stað utan vegar og stilla tækið. Lögreglan hefur heimild til að sekta ökumenn sem nota slík raftæki við akstur.

 

Í niðurstöðum úr erlendri rannsókn[1] á notkun smáforrita í snjallsíma við akstur kom í ljós að notkun margvíslegra samfélagsmiðla, líkt og að horfa á myndbönd, getur haft þær afleiðingar að ökumaður víkur ómeðvitað af akrein sinni, gerir óviljandi akreinarbreytingar eða breytir hraða, hröðun og stefnu. Þessi rannsókn kemst að þeirri niðurstöðu að truflun af völdum snjallsímaforrita og samfélagsmiðlastarfsemi ásamt minni vitund og áhættuskynjun getur aukið árekstrarhættu verulega.

 

[1] Juana Perez, Kate Hyun and Jobaidul Alam Boni (2024), Use of smartphone apps while driving: Variations on driving performancers and perceived risks. Accident Analysis and Prevention, Vol. 198, 107474. https://doi.org/10.1016/j.aap.2024.107474.

Tengill á skýrslu