Nr. máls: 2023-043U037
24.09.2024
Öryggis- og verndarbúnaður við akstur bifhjóls
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til ökumanna og farþega bifhjóla að huga vel að hlífðarbúnaði sínum og yfirfara hann reglulega.
Samkvæmt 1. mgr. 78. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, með síðari breytingum, er öllum sem eru á bifhjóli eða torfærutæki skylt að nota viðurkenndan hlífðarhjálm. Hjálmar gegna mikilvægu hlutverki í slysavörnum. Ýmis annar hlífðarbúnaður er framleiddur fyrir bifhjólaakstur, sem mikilvægt er að kynna sér vel, svo sem slitsterkur hlífðarfatnaður með brynjum, buxur, hanskar og skór