Leita að ábendingar
Hraðakstur og áfengi
Of hraður akstur og akstur undir áhrifum áfengis
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur hefur verið ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni.
Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.
Öryggisbelti
Notkun öryggisbelta
Ökumaðurinn sem lést í slysinu var ekki spenntur í öryggisbelti. Kastaðist hann út úr bifreiðinni í veltunni og hlaut banvæna áverka. RNSA telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri leiðir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni.
Reykjanesbraut við Álverið
Akstur undir áhrifum áfengis
Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.
Reykjanesbraut við Álverið (1)
Hjólbarðar
Bifreiðar sem eru ekki með samskonar hjólbarða á báðum ásum geta verið óstöðugar í akstri þegar grip er lítið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til eigenda ökutækja að huga reglulega að ástandi hjólbarðanna.
Reykjanesbraut við Álverið (2)
Skoðun ökutækja
Niðurstaða bíltæknirannsóknar sýndi að hjólbarðar fólksbifreiðarinnar voru ekki eins á báðum ásum. Bifreiðin var tekin til aðalskoðunar rúmlega mánuði fyrir slysið og ekki gerðar athugasemdir við dekkjabúnað þá. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort sömu hjólbarðar hafi verið á bifreiðinni þegar hún var skoðuð.
RNSA ítrekar nauðsyn þess að mikilvægur búnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni og athugasemdir gerðar standist hann ekki kröfur skoðunarhandbókar ökutækja.
Reykjanesbraut við Álverið (3)
Tæki til hreinsunar vega
Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til veghaldara og rekstraraðila tækja að gæta þess að skrá snjómokstursbúnað á ökutæki og að hann sé í viðunandi ástandi.
Of hraður akstur 2019-097U013
Of hraður akstur
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur oft áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa. Bendir nefndin sérstaklega á 2. mgr. 36. gr. umferðarlaga nr. 77 frá 2019 þar sem lögð er sérstök skylda á ökumenn að aka nægilega hægt miðað við aðstæður við blindhæð eða annars staðar þar sem vegsýn er skert.
Þegar ekið er um vegi þar sem eru viðvörunarmerki um fleiri en eina hættu þarf að gæta sérstakrar varúðar. Þetta á sérstaklega við þegar hæðótt landslag birgir sýn og við einbreiðar brýr.
Þingvallavegur við Æsustaði 21.7.2018
Aðgæsla við framúrakstur
Brýnt er að ökumenn sýni fyllstu aðgæslu við framúrakstur. Bendir nefndin á að í 23. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 er kveðið á um að ökumaður, sem ætlar fram úr ökutæki, skuli ganga úr skugga um að það sé unnt án hættu, að akrein sú sem nota á til framúraksturs sé án umferðar á móti á nægilega löngum kafla og að ekki sé annað er hindri framúrakstur. Sambærilegt ákvæði var í umferðarlögum nr. 50/1987.
Þingvallavegur við Æsustaði 21.7.2018 (1)
Hraðakstur
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur er ein af algengustu orsökum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn virði lögboðinn hámarkshraða og aðstæður hverju sinni.
Viðborðssel 21.11.2019 (1)
Endurskinsmerki, ljós eða fatnaður
Endurskinsmerki og sýnileikafatnaður eru lykilatriði þegar dimmt er og lítið skyggni. Á þeim stað er slysið varð er vegurinn óupplýstur þjóðvegur í dreifbýli og gekk maðurinn sem lést í slysinu dökklæddur á veginum með bakið í aksturstefnu akreinarinnar og án endurskinsmerkja.
Í 1. mgr. 15. gr. umferðarlaga nr. 77 frá 2019 kemur fram að ef ekki er fyrir hendi sérstakur gangstígur eða vegöxl má ganga eftir akbraut en að jafnaði skal gengið við vinstri vegbrún miðað við gönguátt. Með því að ganga á móti umferðinni í vegkanti á gangandi vegfarandi auðveldara með að greina aðkomandi farartæki og þá lýsa á móti til að vekja á sér athygli.
Ökumaður á þjóðvegahraða ferðast um 25 metra á hverri sekúndu (90 km/klst). Líklegt er að ökumaður sé um 1-3 sekúndur að hefja hemlun eftir að óvænt hætta skapast og fer ökutækið því um 25-75 metra eftir að hættu verður vart þar til hemlun hefst. Rannsóknarnefnd samgönguslysa, RNSA, minnir á að gangandi vegfarendur ættu ávallt að bera skýr endurskinsmerki við göngu í myrkri, en þau auka sýnileika fyrir ökumönnum um marga tugi metra og gefa því ökumönnum meiri möguleika á því að bregðast við tímanlega. Ljósgeisli aðalljósa bifreiða og bifhjóla lýsir niður á veginn. Því er ráðlegt að vera einnig með endurskin við öklahæð eða neðst á kálfa því sú staðsetning kemur fyrr inn í ljósgeisla aðalljósa bifreiða en endurskin á efri hluta líkamans.