2025 Síða 10

Leita að ábendingar

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019

Umferð
Nr. máls: 2019-051U007
29.04.2020

Of hraður akstur

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður fjallað um hraðakstur og afleiðingar hans í skýrslum sínum. Of hraður akstur er ein af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki eigi hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa.  

Tengill á skýrslu Skýrsla

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019 (1)

Umferð
Nr. máls: 2019-051U007
29.04.2020

Skoðun ökutækja

Niðurstaða bíltæknirannsóknar bendir til þess að hemlakerfið bifreiðarinnar hafi verið bilað þegar bifreiðin var færð til skoðunar tæpum þremur mánuðum fyrir slysið. RNSA ítrekar nauðsyn þess að mikilvægur öryggisbúnaður ökutækja sé skoðaður af gaumgæfni á skoðunarstöðvunum og athugasemdir gerðar standist hann ekki lágmarkskröfur skoðunarhandbókar ökutækja.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Norðurlandsvegur Æsustaðir 23.4.2019 (2)

Umferð
Nr. máls: 2019-051U007
29.04.2020

Viðbrögð ökumanns þegar annað hjólið fer út fyrir bundið slitlag

Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar reglulega alvarleg umferðarslys þar sem ökumaður bregst ranglega við þegar hann missir hjólin út af slitlagi og missir stjórn á bifreiðinni við að sveigja inn á veginn aftur eins og raunin var í þessu slysi. Mikilvægt er að bregðast rólega við og sveigja hægt inn á veginn aftur sé það hægt. Hættulegt getur verið að beita hemlum og stundum getur verið betri kostur að stýra bifreiðinni út af veginum og eftir fremsta megni komast hjá því að bifreiðin velti.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Borgarfjarðarbraut Flókadalsá

Umferð
Nr. máls: 2018-203U027
25.03.2020

Akstur undir áhrifum áfengis

Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.

Tengill á skýrslu

Ólafsfjarðarv. Freyjulundur

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Ökuhæfi og veikindi

Veikindi og lyfjanotkun vegna þeirra geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki eða vinna störf sem þarfnast fullrar einbeitingar. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu. Jafnframt er mikilvægt að einstaklingar hafi sjálfir í huga þessar aukaverkanir lyfja og fylgi leiðbeiningum lækna og fylgiseðla af nákvæmni.

Í III. viðauka reglugerðar um ökuskírteini nr. 830/2011 eru gerðar strangari heilbrigðiskröfur til m.a. ökumanna sem aka vöru- og hópbifreiðum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn, sérstaklega þeir sem aka bifreiðum sem krefjast aukinna ökuréttinda, hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni.

Ólafsfjarðarv. Freyjulundur (1)

Umferð
Nr. máls: 2018-108U018
17.01.2020

Notkun öryggisbelta

Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist fram á stýrið í slysinu. Nefndin telur mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbeltið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.

Vesturlandsvegur við Hvamm

Umferð
Nr. máls: 2018-003U001
13.11.2019

Notkun slævandi lyfja og akstur

Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki eða vinna störf sem þarfnast fullrar einbeitingar. Læknar verða að upplýsa sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu. Jafnframt er mikilvægt að einstaklingar hafi sjálfir í huga þessar verkanir eða aukaverkanir lyfja. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Mikilvægt er að lesa fygliseðil lyfja vel, og ef þörf er á getur verið gott að nálgast frekari upplýsingar hjá læki eða lyfjafræðingi.

Skýrsla

Akstur við vetraraðstæður

Umferð
Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019

Akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geta breyst skyndilega og því er nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt er að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu.

Tengill á skýrslu Skýrsla

Ástand ökutækja

Umferð
Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019

Reglulega er sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi voru í bágbornu ástandi. Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri.

Skýrsla

Þungur farangur

Umferð
Nr. máls: 2017-002U001
23.09.2019

Í þessu slysi gáfu læsingar fyrir aftursætisbök sig þegar þungur farangur í farangursrými kastaðist fram á bökin og sætisbak farþegasætis fram í bognaði fram. Sennilegt er að áverkar farþegans hefðu ekki orðið jafn alvarlegir og raunin varð ef sætisbakið hefði ekki bognað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur áður rannsakað umferðarslys þar sem þungur farangur olli skaða og bendir nefndin á þá hættu sem stafað getur af þungum farangri í farangursrými fólksbifreiða. Ef til áreksturs kemur getur farangurinn kastast fram af miklu afli og valdið ökumönnum og farþegum skaða. Mikilvægt er að nota búnað til að binda niður farangur — bönd eða net sem eru sérhönnuð fyrir farangursrými fólksbifreiða.

Skýrsla