Vetrarakstur

Umferð
Nr. máls: 2024-006U003
24.01.2025

Vetrarakstur

Vetrarakstur

Á vef Samgöngustofu kemur meðal annars fram að ef hætta er á að veður, vindur eða færð skerði umferðaröryggi þarf að athuga vel aðstæður á akstursleið áður en haldið er af stað. Þegar gengur á með skúrum eða éljum kann að hvessa og skyggni getur versnað hratt.

Á eftirfarandi stöðum má finna upplýsingar um færð og veður, veðurviðvaranir og fleiri upplýsingar þess efnis:

  • Umferdin.is: Upplýsingar um færð á vegum, ástand vega og vind. Einnig koma þar fram veðurviðvaranir frá Veðurstofunni og þar má sömuleiðis sjá aðstæður í vefmyndavél þar sem þær eru. 
  • Vedur.is - Viðvaranir: Viðvaranir vegna veðurs. Varað er við veðri sem getur haft talsverð eða meiri samfélagsleg áhrif.
  • Vedur.is - Vindur: Vindstyrkur og vindátt. Veðurstofa Íslands birtir á vef sínum vindakort þar sem vindhraði er sýndur með stöðluðum litakóða og vindátt með örvum. Hægt er að velja þann tíma sem ætlunin er að aka og lesa úr litnum á kortinu á þeim stað sem ekið er, hver væntanlegur vindstyrkur verður, í metrum á sekúndu.
  • Safetravel.is: Aðvaranir um sérstaka hættu, bæði á vegum og annars staðar, einkum og sér í lagi vegna veðurs og færðar.

 

Tengill á skýrslu