Ábendingar Síða 2

Leita að ábendingar

Veður á flugleið

Flug
Nr. máls: 2016-021F010
22.06.2017

RNSA hvetur flugmenn að huga vel að veðri á flugleið áður en lagt er á stað í sjónflugi.

Tengill á skýrslu

Koma í veg fyrir eldsneytisskort

Flug
Nr. máls: M-01214/AIG-09
10.08.2017

RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að kynna sér upplýsingar og tilmæli Samgöngustofu varðandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir eldsneytisskort.

Tengill á skýrslu

Beiting stýra í hliðarvindi

Flug
Nr. máls: 2015-069-F-015
02.11.2017

RNSA beinir þeim tilmælum til flugmanna að þeir kynni sér til hlítar beitingu stýra í hliðarvindi.

Tengill á skýrslu

Gæta að veðri áður en einflugsnemi er sendur í einflug

Flug
Nr. máls: 2015-069-F-015
02.11.2017

RNSA beinir þeim tilmælum til flugkennara að gæta vel að veðri áður en einflugsnemi er sendur í einflug.

Tengill á skýrslu

Árekstrarhætta sjónflugs í stjórnuðu loftrými

Flug
Nr. máls: 17-173F028
22.03.2018

RNSA bendir flugmönnum í sjónflugi í stjórnuðu loftrými að óska eftir frekari upplýsingum um flugumferð framundan, ef þeir sjá hana ekki.

Tengill á skýrslu

Do not engage in VFR flight under IMC

Flug
Nr. máls: 2015-075-F-021
21.06.2018

Air accident N610LC (DHC-2 Beaver) in Barkárdal

The ITSB wants to remind pilots not to plan or engage in VFR flights on flight routes under IMC.

Tengill á skýrslu

Thorough weight and balance calculations

Flug
Nr. máls: 2015-075-F-021
21.06.2018

Air accident N610LC (DHC-2 Beaver) in Barkárdal

The ITSB wants to remind pilots to make thorough weight and balance calculations.

Tengill á skýrslu

Stay within the weight and balance envelope

Flug
Nr. máls: 2015-075-F-021
21.06.2018

Air accident N610LC (DHC-2 Beaver) in Barkárdal

The ITSB wants to remind pilots to stay within the weight and balance envelope limits given by the aircraft manufacturer, as an aircraft’s performance can be considerably degraded if it is overloaded or out of balance.

Tengill á skýrslu

Akstur við vetraraðstæður

Umferð
Nr. máls: 2014-U001
10.07.2015

Vesturlandsvegur við Fornahvamm

Varasamar aðstæður geta skapast á vegum landsins að vetrarlagi. Hálka og snjór á veginum minnka veggrip og snjór getur skafið í skafla inn á veginn og skapað mikla hættu, sérstaklega fyrir lítil ökutæki. Þegar ekið er inn í skafl getur ökutæki farið að snúast og ökumaður misst stjórn á því með ófyrirséðum afleiðingum. Eins geta vindhviður valdið sömu áhrifum, sérstaklega ef veggrip er takmarkað. Erfitt getur verið að greina skafla sem skafið hafa inn á veg og því afar mikilvægt að vera vel vakandi fyrir þessum hættum. Skaflar geta myndast út frá ýmsum þáttum í umhverfinu eins og í brekkum,við hæðir, hóla og vegrið. Vel þekkt er að skafið getur í skafla við vegrið eins og raunin varð á þessum stað. Þá eru þeir oft þykkastir út við kannt. Ökumenn þurfa að gæta sérstakrar varúðar og draga úr aksturshraða þar sem aðstæður eru þröngar og lítið rými til að bregðast við þó tími gefist til. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til að undirbúa vel ferðalög að vetrarlagi. Kanna ástand bifreiðarinnar og þá sérstaklega hjólbarðanna. Vegagerðin heldur úti öflugri fréttaveitu á vegagerdin.is, á vegasja.vegagerdin.is og með upplýsingasímanum 1777. Mikilvægt er að kynna sér færð og veður fyrir ferðalög að vetrarlagi, og velja ferðatíma út frá upplýsingum um færð og veður. Eins er mikilvægt að haga akstri eftir aðstæðum og gera ráð fyrir lengri ferðatíma.

Tengill á skýrslu

Umgengni á slysavettvangi / Varðveisla slysavettvangs

Umferð
Nr. máls: 2014-U001
10.07.2015

Vesturlandsvegur við Fornahvamm

Vöruflutningabifreiðin stöðvaðist eftir áreksturinn þannig að erfitt var fyrir umferð að komast yfir brúna. Slysavettvangurinn er í tæplega 60 km fjarðlægð frá Borganesi og fyrsti lögreglumaðurinn kemur á vettvang 35 mínútum eftir að slysið er tilkynnt. Við rannsókn málsins kom í ljós að vegfarendur höfðu fært vöruflutningabifreiðina til áður en lögregla og sjúkralið komu á staðinn og þannig spillt vettvangi slyssins. Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á mikilvægi þess að varðveita slysavettvang eins og kostur er fyrir rannsókn slyssins. Um þetta er fjallaði í 3. mgr. 10. gr. umferðarlaga þar sem bannað er að raska vettvangi eða fjarlægja ummerki umferðarslyss þar sem maður hefur látist eða slasast alvarlega. Ef ökutæki veldur verulegri hættu fyrir umferðina skal þó færa það úr stað.

Tengill á skýrslu