Eldri skýrslur - RNU

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Hlíðarvegur í Jökulsárhlíð

Slysið varð á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt frá bænum Sleðbrjóti. Ökumaður Suzuki Vitara fólksbifreiðar ók norður Hlíðarveg í átt að Hellisheiði eystri. Mjög hvasst var og fékk bíllinn á sig hviðu með þeim afleiðingum að afturendinn lyftist og færðist út úr hjólförunum, bifreiðin rásaði eftir það á veginum og valt síðan.

Skýrsla 25.09.2009
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Krossa

Slysið varð með þeim hætti að tvö ökutæki rákust saman á Ólafsfjarðarvegi skammt frá bænum Krossum í Eyjafjarðarsýslu. Ökumaður Suzuki bifreiðar ók suður Ólafsfjarðarveg í átt að Akureyri. Samkvæmt framburði vitna var aksturslag hans óeðlilegt. Hann ók á öfugum vegarhelmingi, rásaði milli akreina og var með kveikt á hættuljósum.

Skýrsla 01.01.2009
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Laugardæli

Snemma að morgni dags var bifreið ekið austur Suðurlandsveg. Veðrið var ágætt, engin ofankoma og lítill vindur en myrkur. Rétt austan við Selfoss ók bifreiðin á vegfarenda sem var að hlaupa yfir eða eftir veginum. Vegfarandinn lést af áverkum sem af hlutust. Ökumaður bifreiðarinnar varð vegfarendans ekki var fyrr en rétt fyrir áreksturinn. Þá reyndi hann að sveigja frá til vinstri m.v. akstursstefnu sína. Hann náði ekki að hindra árekstur og lenti vegfarandinn á hægra framhorni bifreiðarinnar. Hann kastaðist svo af henni út fyrir veg.

Skýrsla 05.01.2009
Umferðarsvið

Hverfisgata við bílastæðahúsið Traðarkot

Slysið varð á Hverfisgötu við útkeyrslu bílastæðahússins við Traðarkot. Tildrög slyssins má rekja til þess að ökumaður fólksbifreiðar var á leið út úr bílastæðahúsinu og hugðist beygja til hægri inn á Hverfisgötu. Útkeyrslan út úr bílastæðahúsinu er þvert á gangstétt. Gangandi vegfarandi, ung kona, var á leið eftir henni til vesturs á sama tíma og ökumaður bifreiðarinnar beið færist eftir að komast inn á Hverfisgötu. Vegfarandinn gekk út á götuna fram fyrir bifreiðina en um leið ók ökumaðurinn af stað og á vegfarandann. Hægra framhjól biðreiðarinnar ók yfir vinstri fót konunnar og við það skall hún mjög harkalega aftur fyrir sig og hlaut lífshættuleg höfuðmeiðsli. Vegfarandinn, 34 ára kona, lést af áverkum sem hún hlaut í slysinu tveimur dögum síðar.

Skýrsla 22.01.2009
Umferðarsvið

Akrafjallsvegur

Slysið varð á Akrafjallsvegi miðja vegu milli Akraness og Hvalfjarðarganga. Ökumaður fólksbifreiðar ók vestur Akrafjallsveg í átt að Akranesi en ók yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum sunnaverðum. Bifreiðin hafnaði um 100 metra frá útafakstursstaðnum, utanvegar. Ummerki á vettvangi gáfu til kynna að bifreiðinni hafi verið ekið yfir rangan vegarhelming, vegöxl og niður vegfláann en síðan oltið nokkrar veltur þegar hún var komin niður á jafnsléttu

Skýrsla 01.03.2009
Umferðarsvið

Suðurfjarðavegur við Dalsá

Ökumaður lítillar fólksbifreiðar ók suður Suðurfjarðaveg í botni Fáskrúðsfjarðar seint að nóttu. Í bifreiðinni var einn farþegi auk ökumanns. Bifreiðinni var ekið yfir einbreiða brú yfir Dalsá. Strax eftir brúna kemur kröpp vinstri beygja. Ummerki á vettvangi bentu til þess að bifreiðin hafi farið að skríða til í beygjunni með þeim afleiðingum að hún fór útaf og valt þrjár veltur. Valt bifreiðin um 60 metra utan vegar.

Skýrsla 16.05.2009
Umferðarsvið

Hringbraut við Birkimel

Ökumaður fólksbifreiðar ók vestur Hringbraut. Hugðist hann aka suður Birkimel og var því á beygjuakrein. Á sama tíma var bifhjóli ekið austur Hringbraut. Virðist sem ökumaður fólksbifreiðarinnar hafi ekki séð bifhjólið og ók í veg fyrir það. Ökumaður bifhjólsins reyndi að hemla en féll af bifhjólinu. Hafnaði hann á hlið fólksbifreiðarinnar og lést vegna áverka sem hann hlaut.

Skýrsla 21.05.2009
Umferðarsvið

Grindavíkurvegur

Lítilli sendibifreið var ekið suður Grindavíkurveg snemma morguns. Veður var gott, sól og logn. Jeppabifreið var ekið úr gagnstæðri átt. Skömmu áður en þær mættust sveigði jeppabifreiðin yfir á vegarhelming sendibifreiðarinnar og lentu þær saman í harðri framanákeyrslu.

Skýrsla 27.05.2009
Umferðarsvið

Djúpvegur í Álftafirði

Slysið varð á Djúpvegi í austanverðum Álftafirði. Ökumaður fólksbifreiðar ók veginn til norðurs en með í för voru þrír farþegar. Var bifreiðinni ekið útaf veginum vinstra megin og hafnaði hún á vinstri hlið í flæðarmálinu um 50 metra frá útafakstursstaðnum. Ummerki á vettvangi gáfu til kynna að bifreiðinni hafi verið ekið yfir rangan vegarhelming.

Skýrsla 21.07.2009
Umferðarsvið

Langidalur við Hólabæ

Vörubifreið, með flatvagn í eftirdragi, var ekið að kvöldi til um Langadal áleiðis til Akureyrar. Auk ökumanns var einn farþegi í bifreiðinni. Veður var gott, lítill vindur og bjart. Á flatvagni sem bifreiðin dró var ýmiskonar farmur, m.a. landbúnaðartæki og byggingarefni. Rétt áður en komið var að bænum Hólabæ, hvell sprakk hjólbarðinn hægra megin að framan og missti ökumaðurinn við það stjórn á bifreiðinni og fór hún útaf veginum til hægri.

Skýrsla 14.08.2009
Umferðarsvið