Eldri skýrslur - RNU Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) Síða 3

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Hnífsdalsvegur

Ökumaður ók Hnífsdalsveg í átt að Ísafirði en missti stjórn á bifreið í beygju og ók útaf. Á veginum voru 34 metra skriðför eftir bifreiðina sem lágu frá hægri til vinstri miðað við akstursstefnu. Er ljóst að ökumaður missti skyndilega stjórn á bifreiðinni og en hún hafnaði í flæðarmáli neðan við veginn og var á hvolfi í sjónum þegar að var komið.

Skýrsla 19.01.2006
Umferðarsvið

Hjalteyrargata við Furuvelli

Ökumaður fólksbifreiðar á leið norður Hjalteyrargötu missti stjórn á bifreiðinni og hafnaði hún á húsvegg. Farþegi í framsæti fórst í árekstrinum og ökumaður slasaðist alvarlega. Hvorugur þeirra notaði bílbelti. Hægri hlið bifreiðarinnar var mjög illa farin eftir áreksturinn og gekk langt inn í farþegarýmið.

Skýrsla 04.03.2006
Umferðarsvið

Garðskagavegur

Slysið varð á Garðskagavegi rétt norðan Sandgerðis. Ökumaður Toyota-fólksbifreiðar ók suður Garðskagaveg í átt að Sandgerði á allt of miklum hraða. Vegna ógætilegs aksturs rásaði bifreið hans til hægri út á malarvegöxl. Brást ökumaður við með því að rykkja bifreiðinni til vinstri. Við það fór hann yfir á rangan vegarhelming framan á Citroen-sendibifreið sem ekið var norður Garðskagaveg.

Skýrsla 16.08.2006
Umferðarsvið

Faxabraut, Keflavík

Slysið varð með þeim hætti að gangandi vegfarandi á leið suður yfir Faxabraut í Keflavík gekk í veg fyrir fólksbifreið sem ekið var vestur Faxabraut. Ökumaður bifreiðarinnar sá konuna ekki í tæka tíð, hann nauðhemlaði en það dugði ekki til og konan lenti á vinstri framenda, gluggapósti og rúðu bifreiðarinnar, hentist í loft upp og skall síðan í götuna. Hún lést samstundis.

Skýrsla 27.08.2006
Umferðarsvið

Elliðavatnsvegur við Kaldárselsveg

Ökumaður fólksbifreiðar ók suðvestur Elliðavatnsveg í átt að vegamótum við Kaldárselsveg. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni í s-beygju. Fór bifreiðin útaf veginum vinstra megin m.v. akstursstefnu og utan í stóran stein sem var þar við hliðarveg. Bifreiðin kastaðist síðan yfir girðingu og endaði á hliðinni á túni.

Skýrsla 06.06.2006
Umferðarsvið

Bæjarbraut í Garðabæ

Slysið varð á Bæjarbraut neðan við verslunarmiðstöðina Garðatorg. Ökumaður fólksbifreiðar ók s-vestur Bæjarbrautina en ung stúlka gekk þar yfir á gangbraut. Svo virðist sem hvorugt hafi séð til hins og ók ökumaður fólksbifreiðarinnar á stúlkuna sem hlaut alvarleg meiðsli og lést nokkrum dögum síðar á sjúkrahúsi.

Skýrsla 15.02.2006
Umferðarsvið

Þorlákshafnarvegur

Toyota fólksbifreið var ekið afar ógætilega út úr Hveragerði og suður Þorlákshafnarveg í björtu og þurru veðri. Að sögn vitna var hún á mikilli ferð og nokkrum sinnum nærri því að lenda í árekstri við önnur ökutæki. Rétt sunnan afleggjarans að Grímslæk missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni um það leiti sem hún mætti annarri bifreið sem ekið var norður sama veg. Bifreiðin skreið til hliðar út af veginum og lenti útaf vinstra megin miðað við sína akstursstefnu. Bifreiðin valt nokkrar veltur, kastaðist yfir girðingu og endaði á toppnum.

Skýrsla 13.08.2007
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 við Ærlæk

Ökumaður fólksbifreiðar á leið frá Akureyri ók austur þjóðveginn áleiðis til Egilsstaða. Við svonefndan Ærlæk, um 30 km frá Egilsstöðum ók ökumaður útaf norðan við veginn. Leið bifreiðinnar skáhallt niður fláa vegarins sést á mynd 1. Steypt ræsi er yfir Ærlæk og hefur verið reynt að laga yfirborð þess að fláanum. Bifreiðin fór skáhallt niður fláann, og kastaðist yfir vegræsið. Undirvagn bifreiðarinnar aflagaðist mikið við lendinguna og gekk fremra hjólastell bifreiðarinnar upp og aftur í farþegarýmið við höggið. Bifreiðin staðnæmdist austanvið vegræsið og námu afturhjól við kant ræsisins.

Skýrsla 29.10.2007
Umferðarsvið

Vesturgata Reykjanesbæ

Lögreglunni í Reykjanesbæ var tilkynnt um að ekið hefði verið á gangandi vegafaranda á Vesturgötu við Birkiteig. Ökumaður sem slysinu olli sýndi af sér vítaverða hegðun og flúði af vettvangi. Ekki hefur tekist að sanna hver var ökumaður umrætt skipti en bifreiðin sem hann ók fannst daginn eftir. Vegfarandinn sem ekið var á var fjögurra ára drengur.

Skýrsla 30.11.2007
Umferðarsvið

Vestfjarðavegur við Klukkufell

Ökumaður Opel fólksbifreiðar ók norður Vestfjarðaveg seinnipart dags. Veður var bjart og vindur var lítill. Vegyfirborðið var blautt og gekk á með rigningu á köflum. Þar sem slysið átti sér stað liggur vegurinn yfir hæð og í mjúkri beygju. Vegsýn fram á veginn er takmörkuð og var Opel bifreiðinni ekið niður brekku þegar hún fór útaf veginum.

Skýrsla 17.09.2007
Umferðarsvið