Ártúnsbrekka 21.12.2015

Ártúnsbrekka 21.12.2015

Snemma að morgni 21. desember 2015 var ekið aftan á hjólreiðamann á Vesturlandsvegi vestan Höfðabakka. Hjólreiðamaðurinn lést í slysinu. Í skýrslunni birtir Rannsóknarnefnd samgönguslysa þrjár tillögur í öryggisátt. Nefndin leggur til að lagt verði bann við hjólreiðum á umferðarmiklum fjölakreinavegum á höfuðborgarsvæðinu, að reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla verði tekin til endurskoðunar og brýnt verði á reglum um aukahluti í sjónsviði ökumanna bifreiða. Í skýrslunni er einnig ábending til bæði ökumanna og hjólreiðamanna um sýnileika og akstur í skammdeginu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Ártúnsbrekka 21.12.2015 Ártúnsbrekka 21.12.2015 (1) Ártúnsbrekka 21.12.2015 (2) 21.12.2015
Umferðarsvið