Biskupstungnabraut Alviðra

Biskupstungnabraut Alviðra

Að kvöldi 9. apríl 2015 missti ökumaður fólksbifreiðar stjórn á henni í mikilli hálku með þeim afleiðingum að hún rann út af Biskupstungnabraut sunnan við Alviðru og valt. Í veltunni köstuðust tveir farþegar út úr bifreiðinni og lést annar þeirra í slysinu. Sá sem lést hafði verið í farangursrými bifreiðarinnar. Farþegar voru fimm, einum fleiri en bifreiðin var gerð fyrir. Í skýrslunni er tillaga í öryggisátt varðandi skoðunarhandbók ökutækja og ábendingar um notkun öryggisbelta og akstur við vetraraðstæður. 

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Biskupstungnabraut Alviðra 09.04.2015
Umferðarsvið