Útnesvegur við Hellissand
Að morgni 28. maí missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Útnesvegi við Hellissand með þeim afleiðingum að hún valt. Í bílnum voru fimm farþegar. Farþegi í framsæti lést í slysinu og annar farþegi kastaðist út úr bifreiðinni og hlaut lífshættulega fjöláverka. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gerir tvær tillögur í öryggisátt í skýrslunni varðandi yfirborðsmerkingar og merkingar hámarkshraða.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Útnesvegur við Hellissand Útnesvegur við Hellissand (1) 28.05.2015