Vestdalseyrarvegur Seyðisfirði 23.6.2015
Slysið varð á í norðanverðum Seyðisfirði seint um kvöld. Fólksbifreið var ekið suður veginn í átt að bænum þegar ökumaður missti stjórn á bifreiðinni til vinstri, að því er virðist snögglega og fór í hliðarskriði vestur útaf veginum. Bifreiðin valt niður bratta hlíð og hafnaði um 20 metrum fyrir neðan veginn. Farþegi í framsæti bifreiðarinnar kastaðist út úr henni og lést. Hann notaði ekki bílbelti. Ökumaður, 17 ára stúlka slasaðist alvarlega. Telur rannsóknarnefndin að ástand vegarins, ástand höggdeyfa bifreiðarinnar og reynsluleysi ökumanns séu samverkandi orsakaþættir slyssins. Gerir nefndin tvær tillögur í öryggisátt í skýrslunni, varðandi dæmingu höggdeyfa í aðalskoðun og ástand og hámarkshraða á malarvegum. Þá beinir nefndin því til ökumanna og farþega að nota ávallt bílbelti.
SkýrslaTillaga í öryggisátt:
Vestdalseyrarvegur Vestdalseyrarvegur (1) 23.06.2015